Hákon byrjar keppni á morgun
Á morgun, 24.júní, er fyrri keppnisdagurinn hjá Hákoni Þór á Evrópuleikunum. Hægt verður að fylgjast með keppninni í skeet hérna Eins er lifandi útsending alla dagana frá skotfimigreinunum hérna.
Á morgun, 24.júní, er fyrri keppnisdagurinn hjá Hákoni Þór á Evrópuleikunum. Hægt verður að fylgjast með keppninni í skeet hérna Eins er lifandi útsending alla dagana frá skotfimigreinunum hérna.
Jón Þór Sigurðsson var að tryggja sér silfrið í Evrópubikarkeppninni í Sviss. Hann bætti einnig eigið Íslandsmet um 1 stig og endaði á 596 + 34x-tíur. Keppt er í liggjandi stöðu (prone) á 300 metra færi.
Fyrri deginum á Evrópubikarnum í 300 m riffilkeppninni er lokið og er okkar maður Jón Þór Sigurðsson í þriðja sæti með 595 stig og 35x sem er nýtt Íslandsmet. Nánar hérna.
Evrópuleikarnir eru nú haldnir í þriðja skiptið og höfum við átt keppendur á þeim öllum. Hákon Þ. Svavarsson er nú að keppa á þeim í þriðja skiptið. Til þess að öðlast keppnisrétt þarf að ná frábærum árangri á stórmótum í haglabyssugreininni Skeet sem hann gerði og tryggði sér sæti. Þessi frétt birtist á síðu ÍSÍ [...]
Fyrsti keppnisdagurinn í skotfimi á Smáþjóðaleikunum á Möltu var í dag. Ívar Ragnarsson stóð sig frábærlega og landaði að lokum silfurverðlaunum í Loftskammbyssu karla. Hann var langefstur eftir undankeppnina með 564 stig en í úrslitunum slakaði hann aðeins á og endaði með 227,3 stig. Bjarki Sigfússon var svo fjórði inní úrslitin með 542 stig. Hann [...]
Keppni hefst hjá okkar fólki á morgun, miðvikudag, á Smáþjóðaleikunum á Möltu. Annars er prógrammið þannig: 31.maí Loftskammbyssa kvenna kl.08:00 að ísl.tíma Final kl. 12:30. Nánar hérna. 31.maí Loftskammbyssa karla kl.10:15 að ísl.tíma Final kl.14:00. Nánar hérna. 2.júní Loftriffill kvenna kl.08:00 að ísl.tíma Final kl.12:00. Nánar hérna. 2.júní Loftriffill karla kl.10:15 að ísl tíma. Final [...]
Íslenski hópurinn hélt utan með leiguflugi í morgun. Nánar verður greint frá gangi mála í vikunni en hægt er að fylgjast með gangi mála á heimasíðu leikanna hérna.
Hákon Þór Svavarsson er nú staddur í Almaty í Kazakhstan þar sem fram fer Heimsbikarmót ISSF í haglabyssu. Hann keppir í greininni Ólympísku Skeet. Í dag eru skotnar 75 skífur og á morgun 50 skífur og svo úrslitin í beinu framhaldi. Við birtum hér framgang mála og uppfærum fréttina. Dagur 1 skor 23-22-22 alls 67 [...]
Jón Þór Sigurðsson keppti á alþjóðlega ISCH mótinu í Hannover í dag og gerði sér lítið fyrir og sigraði með glæsibrag á fínu skori, 626,4 stig. Keppendur voru alls 43. Keppt var í 50 metra riffilkeppninni sem skotin er í liggjandi stöðu.
Hákon Þór Svavarsson er nú staddur í Cairó í Egyptalandi þar sem fram fer Heimsbikarmót ISSF í haglabyssu. Hann keppir í greininni Ólympísku Skeet. Í dag eru skotnar 50 skífur, á morgun aðrar 50 og svo á laugardaginn eru það síðustu 25 skífurnar og svo úrslitin í beinu framhaldi. Við birtum hér framgang mála og [...]