Hákon Þ. Svavarsson er að keppa á heimsbikarmótinu í Marokkó í haglabyssugreininni Skeet. Hann skaut fyrstu tvo hringina í dag 23+24, næstu tveir verða skotnir á morgun og svo einn hringur á sunnudaginn. Hægt er að fylgjast með skorinu hérna.

Uppfært: Hákon endaði með 113 stig (23+24+24+21+21) og hafnaði í 51.sæti af 70 keppendum