REGLUR STÍ

Skeet – Haglabyssa

  • Keppt er í Skeet á Ólympíuleikum, Heimsmeistaramótum, Evrópumótum, Norðurlandamótum, og Smáþjóðaleikum. Hér heima á öllum mótum STÍ auk innanfélagsmóta.
  • Aldur: 20 ára til að fá leyfi fyrir eigin byssu en 15 ára til æfinga hjá íþróttafélögum
  • Byssur: Oftast tvíhleyptar yfir undir haglabyssur en einnig er leyfilegt að nota hálfsjálfvirkar haglabyssur en þá skal magasínið þrengt þannig að það taki ekki nema 1 skot.
  • Búnaður: Hlífðargleraugu, oft sérhönnuð skotgleraugu, heyrnarhlífar og skotvesti. Skot og leirskífur.
  • Færi: Breytilegt
  • Keppni: Skotið er á leirdúfur sem kastað er með sjálfvirkum kastvélum úr tveimur skothúsum, marki og turni. Skotið er alls 25 skotum frá 8 pöllum sem liggja í hálfmána milli skothúsanna.
  • Félög: Skotfélag Reykjavíkur, Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar, Skotfélag Suðurlands,  Skotfélag Ólafsfjarðar, Skotfélag Akureyrar, Skotdeild Keflavíkur, Skotfélagið Markviss ofl.
  • Keppnistímabil:  1. apríl til 1. október.
  • Skráningarform SKEET HRINGUR
  • Skráningarform SKEET FINAL 2023