Áttunda Evrópumeistara móti i Benchrest EBC8 lauk í gær, þetta var 5 daga keppni plús 3 dagar í æfingar.
Frakkar hafa komið sér upp einstsklega góðri aðstöðu til að keppa i skotfimi.  Þetta skotæfingasvæði verður notað til að halda alla skotkeppnir á næstu Ólympíuleikum 2024. 13 þjóðir voru skráðar til keppni og var Ísland 13 þjóðin sem bættist við á þessu ári. 81 Keppandi var skráður, 79 mættu og þar á meðal Jóhannes Frank Jóhannesson.
Aðal keppnin snýst um svokallað “Two Gun” það  er samanlagður árangur 100 og 200 metrar i Light Varmint og Heavy Varmint. (  10.5 og 13.5 punda):
LV 100 og 200 m varð Jóhannes Frank Jóhannesson í 15.sæti
HV 100 og 200 m varð hann í 16.sæti og í samanlögðu LV og HV í 15.sæti. Besti einstaki árangur hans var 10.sæti í LV.
Þessi völlur er svolitið erfiður fyrir að hann er með langa steypta veggi sitt hvoru megin út að 100 metra mörkum sem gerir fólkið að lesa vind sem kastast a milli þessara veggja.
Svíþjóð A varð Evrópumeistari
Italia A öðru
Frakkland A í 3 sæti
Munnurinn á milli fyrsta og annars sæti var svakalega litill i heildina eða einungis 0.05 millimetrar.!!!
Pascal Fischbach Frakklandi varð Evrópumeistari
Jari Raudaskoski Finnlandi annar
Davide De Villa Italiu þriðji
Hérna má finna myndir frá mótinu