gummiisnes

About Guðmundur Kr. Gíslasson

This author has not yet filled in any details.
So far Guðmundur Kr. Gíslasson has created 677 blog entries.

Hákon sigraði í dag

Landsmót STÍ í haglabyssugreininni Skeet var haldið á skotsvæði Skotíþróttafélags Suðurlands um helgina. Hákon Þ.Svavarsson úr SFS sigraði með 116+51 stig í úrslitum, Arnór L. Uzureau varð annar með 116+48 stig og í þriðja sæti varð Jón G. Kristjánsson úr SÍH með 105+39 stig. Nánar á úrslitasíðunni.

By |2025-06-09T07:52:52+00:00June 8th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Hákon sigraði í dag

Íslenski hópurinn í skotfimi í Andorra

Íslenski hópurinn í loftgreinum á Smáþjóðaleikunum í Andorra 2025. Gull og silfur í loftskammbyssu karla. Keppt var í loftriffli kvenna, loftskammbyssu kvenna og loftskammbyssu karla.

By |2025-05-29T14:01:45+00:00May 29th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Íslenski hópurinn í skotfimi í Andorra

Loftskammbyssa karla í Andorra í dag Jón Þór með gullið og Ívar silfur

Loftskammbyssa karla stendur nú yfir á Smáþjóðaleikunum í Andorra. Jón Þór Sigurðsson (567) og Ívar Ragnarsson (553) tryggðu sér sæti í úrslitum. Úrslitin hefjast kl.09:30 að íslenskum tíma og má fylgjast með þeim LIVE hérna. UPPFÆRT: Jón Þór sigraði í úrslitunum og Ívar varð annar eftir spennandi keppni.

By |2025-05-29T17:23:14+00:00May 29th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Loftskammbyssa karla í Andorra í dag Jón Þór með gullið og Ívar silfur

Loftskammbyssa kvenna í Andorra í dag

Loftskammbyssukeppnin í Andorra er í gangi. Okkar keppendur eru komnir í úrslit, Jórunn Harðardóttir með 544 stig og Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir með 525 stig. Átta manna úrslitin hefjast kl. 09:00 að íslenskum tíma. Hægt er einnig að fylgjast með LIVE hérna. UPPFÆRT: Keppni er lokið og hafnaði Aðalheiður Lára í 5.sæti og Jórunn í því [...]

By |2025-05-29T10:36:58+00:00May 28th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Loftskammbyssa kvenna í Andorra í dag

Loftriffilkeppnin í Andorra að hefjast

Keppni með loftriffli á 10 metra færi er að hefjast á Smáþjóðaleikunum í Andorra. Þar keppa fyrir Íslands hönd Jórunn Harðardóttir og Íris Eva Einarsdóttir. Fylgjast má með gangi mála hérna. UPPFÆRT: Íris er komin í 8 manna úrslit en Jórunn rétt missti af sæti í þeim. UPPFÆRT: Íris hafnaði í áttunda sæti í úrslitunum.

By |2025-05-29T10:44:41+00:00May 27th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Loftriffilkeppnin í Andorra að hefjast

Landsmót í BR50 á Blönduósi um helgina

Landsmót í BR50 Sporter og HR flokkum var haldið hjá Skotfélaginu Markviss á Blönduósi dagana 24. og 25 maí. Alls voru 11 keppendur skráðir í HR og 6 í Sporter flokk, fyrir mót höfðu tveir keppendur í hvorum flokk boðað forföll með fyrirvara, þar sem aðrir keppendur og mótshaldari höfðu gert sínar ráðstafanir og mótið [...]

By |2025-05-27T09:19:59+00:00May 26th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í BR50 á Blönduósi um helgina

Smáþjóðaleikarnir í Andorra að hefjast

Smáþjóðaleikarnir í Andorra hefjast á morgun með setningarathöfn. Keppni hefst svo á þriðjudaginn en dagskrá má sjá hérna. Keppendur flugu til Barcelóna í morgun og fara svo í rútum upp til Andorra. Íslensku keppendurnir í skotfimi eru Ívar Ragnarsson, Jón Þór Sigurðsson, Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir og Jórunn Harðardóttir sem keppa í loftskammbyssu og í loftriffli [...]

By |2025-05-25T12:26:56+00:00May 25th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Smáþjóðaleikarnir í Andorra að hefjast

Jón Þór sigraði á landsmótinu í Keflavík í dag

Landsmót STÍ Skotíþróttasamband Íslands í 300m liggjandi riffli var haldið í dag hjá Skotdeild Keflavíkur á Hafnarheiðinni. Vindur var nokkuð hægur en breytilegur var hann, gekk svo yfir með duglegan skúr þegar mótið var við það að verða hálfnað sem breytti birtunni og þrátt fyrir að vindur hafi verið hægur er hægt að segja að [...]

By |2025-05-25T08:54:38+00:00May 24th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór sigraði á landsmótinu í Keflavík í dag

Willum Þór Þórsson nýr forseti ÍSÍ

Willum Þór Þórsson er nýr forseti ÍSÍ.145 voru á kjörskrá og voru fimm í framboði til forseta ÍSÍ; Valdimar Leó Friðriksson, Magnús Ragnarsson, Olga Bjarnadóttir, Willum Þór Þórsson og Brynjar Karl Sigurðsson.Willum Þór fékk afgerandi kosningu en af 145 atkvæðum fékk hann 109. Willum Þór er því réttkjörinn forseti ÍSÍ til næstu fjögurra ára og [...]

By |2025-05-17T14:45:01+00:00May 17th, 2025|Uncategorized|Comments Off on Willum Þór Þórsson nýr forseti ÍSÍ

Íslandsmótið í Staðlaðri skammbyssu í dag

Íslandsmótið í Staðlaðri skammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Íslandsmeistarar urðu Jórunn Harðardóttir úr SR í kvennaflokki og Ívar Ragnarsson í karlaflokki. Nánar á www.sr.is

By |2025-05-17T14:42:35+00:00May 17th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmótið í Staðlaðri skammbyssu í dag

Gull hjá Jóni Þór í Sviss í dag

Riffilskyttan Jón Þór Sigurðsson var að landa sínum fyrsta sigri á Evrópubikarmótaröðinni í sinni grein sem er 300 metra skotfimi liggjandi. Keppt var í Sviss að þessu sinni. Hann jafnaði jafnframt Íslandsmet sitt, 596 stig (33x)(99-100-99-100-100-98). Fyrra metið setti hann á sama móti á sama stað fyrir tveimur árum. Í öðru sæti varð Pascal Bachmann [...]

By |2025-05-17T07:20:55+00:00May 16th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Gull hjá Jóni Þór í Sviss í dag

Íslandsmetin féllu í Egilshöll í dag

Íslandsmeistaramótið í Loftriffli fór fram í Egilshöllinni í dag. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með  594,3 stig, Íris E. Einarsdóttir úr SR varð önnur með 592,2 stig og í þriðja sæti Aðalheiður L. Guðmundsdóttir með 551,0 stig. Í karlaflokki sigraði Valur Richter úr SÍ með 566,5 stig, Leifur Bremnes úr SÍ hafnaði í [...]

By |2025-05-12T07:22:33+00:00May 11th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmetin féllu í Egilshöll í dag

Íslandsmeistarar í loftskammbyssu í dag

Íslandsmeistaramótið í Loftskammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Í karlaflokki sigraði Ívar Ragnarsson úr SFK með 560 stig, Rúnar H. Sigmarsson úr SKS varð annar með 545 stig og í þriðja sæti hafnaði Bjarki Sigfússon úr SFK með 538 stig. Í kvennaflokki varð Jórunn Harðardóttir úr SR Íslandsmeistari með 548 stig, María Lagou varð [...]

By |2025-05-10T15:56:53+00:00May 10th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmeistarar í loftskammbyssu í dag

Íslandsmeistarar í 50m Þrístöðu í dag

Íslandsmótið í 50m þrístöðuriffli fór fram í Kópavogi í dag. Íslandsmeistarar urðu í drengjaflokki Úlfar Sigurbjarnarson úr SR, í karlaflokki Leifur Bremnes úr SÍ og í kvennaflokki Jórunn Harðardóttir úr SR en hún bætti Íslandsmet sitt og náði 549 stigum. Einnig bætti sveit SR Íslandsmetið með 1,555 stig.  Nánar á úrslitasíðunni innan skamms.

By |2025-05-04T15:54:21+00:00May 4th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmeistarar í 50m Þrístöðu í dag

Jakob Þór Leifsson sigraði í Skeet um helgina

Landsmót STÍ í skeet var haldið á svæði Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar um helgina. Jakob Þ. Leifsson úr SFS sigraði með 109/48 stig, annar varð Pétur T. Gunnarsson úr SR með 110/47 stig og bronsið vann Jón G. Kristjánsson úr SÍH með 96/39 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ  

By |2025-05-04T15:25:35+00:00May 4th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Jakob Þór Leifsson sigraði í Skeet um helgina

Jóhannes Frank vann 200 metra keppnina líka

Jóhannes Frank Jóhannesson sigraði einnig í dag á opna alþjóðlega riffilmótinu í Frakklandi. Hann keppti þar í Bench Rest með léttum rifflum á 100+200 metra færi og vann þar heildarkeppnina með glæsibrag. Keppendur komu alls staðar að frá Evrópu en þátttaka var takmörkuð við 70 manns. Nánar hérna.

By |2025-05-04T16:24:29+00:00May 4th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Jóhannes Frank vann 200 metra keppnina líka

Hákon að keppa í Skeet á Kýpur

Heimsbikarmót ISSF í Skeet er að hefjast í dag í Nicosiu á Kýpur. Hákon Þór Svavarsson keppir þar og hefur leik á morgun. Þá eru skotnir tveir hringir, tveir á þriðjudaginn og svo einn á miðvikudag og úrslitin seinna þann dag. Hægt er að fylgjast með skorinu hérna.

By |2025-05-04T09:06:31+00:00May 4th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Hákon að keppa í Skeet á Kýpur

Jóhannes Frank vann á alþjóðlegu móti í Frakklandi

Jóhannes Frank Jóhannesson sigraði á opnu alþjóðlegu riffilmóti í Frakklandi í dag. Hann keppti þar í Bench Rest með þungum rifflum á 100+200 metra færi og vann heildarkeppnina með glæsibrag. Keppendur komu alls staðar að frá Evrópu en þátttaka var takmörkuð við 70 manns.

By |2025-05-04T14:34:01+00:00May 3rd, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Jóhannes Frank vann á alþjóðlegu móti í Frakklandi

Íslandsmeistarar í 50 m riffli í dag

Á Íslandsmeistaramótinu í keppni á 50 metra færi liggjandi (prone) urðu Íslandsmeistarar þessir, í drengjaflokki Úlfar Sigurbjarnarson úr SR en hann bætti jafnframt eigið Íslandsmet með skori uppá 596,4 stig, í stúlknaflokki Karen Rós Valsdóttir úr SÍ, í kvennaflokki Jórunn Harðardóttir úr SR og í karlaflokki Jón Þór Sigurðsson úr SFK. Í liðakeppninni varð sveit [...]

By |2025-05-04T15:55:29+00:00May 3rd, 2025|Uncategorized|Comments Off on Íslandsmeistarar í 50 m riffli í dag

Fyrsta Landsmót sumarsins fer fram í Hafnarfirði um helgina

Fyrsta Landsmót sumarsins í haglabyssugreininni Skeet fer fram á svæði Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar um helgina.

By |2025-05-04T10:32:45+00:00May 3rd, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Fyrsta Landsmót sumarsins fer fram í Hafnarfirði um helgina
Go to Top