Hákon Þór Svavarsson er nú staddur í Cairó í Egyptalandi þar sem fram fer Heimsbikarmót ISSF í haglabyssu. Hann keppir í greininni Ólympísku Skeet. Í dag eru skotnar 50 skífur, á morgun aðrar 50 og svo á laugardaginn eru það síðustu 25  skífurnar og svo úrslitin í beinu framhaldi. Við birtum hér framgang mála og uppfærum fréttina. Dagur 1 skor 21-22,  dagur 23-23

Finalinn í karlaflokki hefst kl.13:00 að íslenskum tíma á laugardaginn og er hér í beinni útsendingu.

Eins má fylgjast með úrslitunum í kvennaflokki kl.11:30 í beinni útsendingu hérna.