Jón Þór Sigurðsson keppti á Heimsmeistaramótinu í Kairó í dag. Hann keppti með riffli á 300 metra færi í liggjandi stöðu og hafnaði að lokum í 16.sæti af 36 keppendum með 594 stig (99 98 99 100 98 100) en Íslandsmet hans er 595 stig sem hann setti á EM í Króatíu í fyrra. Sjá má skorblaðið hérna.