Keppt er í Loftriffli á Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum, Evrópumótum, norðurlandamótum, og smáþjóðaleikum. Hér heima á öllum mótum STÍ í skammbyssugreinum auk innanfélagsmóta.

Aldur: 20 ára til að fá leyfi fyrir eigin byssu en 15 ára til æfinga hjá íþróttafélögum

Byssur: Notaðir eru einskota loftrifflar í hlaupvídd 4,5mm (cal.177), yfirleitt sérhannaðir. Hámarksþyngd rifflanna má vera mest 5,5 kg.

Búnaður: Sérsaumaðir jakkar, buxur og skór. Hlífðargleraugu, oft sérhönnuð skotgleraugu, Heyrnarhlífar og skoðunarsjónauki. Skot og skotskífur.

Færi: 10 metrar

Keppni: Venjulega skotið einu til tveimur skotum á hverja skífu. Hvert skot gefur frá 0 og upp í 10 stig í undankeppni. 8 bestu karlar og 8 bestu konur keppa svo í final til úrslita. Í final er skotið 10 skotum, einu á hverja skífu. Hvert skot gefur frá 0 og upp í 10,9 stig. Þ.e. árangur er mældur með aukastaf eftir því hve innarlega í hverjum hring skotið liggur. Árangur í final er svo lagður við árangur í undankeppni.

Skotin eru 60 skot + ótakmarkaður fjöldi af upphitunarskotum. Öllum skotum skal skotið á innan við 1 ½ klst.

Félög: Skotfélag Reykjavíkur, Íþróttafélagið Leiftri, Skotfélag Kópavogs, Íþróttaskotfélag Akureyrar,  Skotfélag Ólafsfjarðar, Skotfélag Akureyrar, Skotdeild Keflavíkur.

Keppnir: Ca. einu sinni í mánuði á tímabilinu 1. sept til 1.maí

Click edit button to change this text.