Jón Þór Sigurðsson keppti í dag á Evrópumótaröðinni í 300m skotfimi, þar sem keppt er með stórum riffli og skotið 60 skotum úr liggjandi stöðu á 300 metra færi. Keppnin fór fram í Uppsala í Svíþjóð. Hann endaði í 7.sæti í undankeppninni af 25 keppendum sem er frábær árangur. Skorið var 98 97 99 98 100 98 alls 590 stig og 22 innri tíur.