Kynferðisleg áreitni og ofbeldi

Kynferðislegt ofbeldi í íþróttum bæklingur

Kynferðislegt ofbeldi í íþróttum pdf

Bæklingurinn fjallar um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum og unglingum í íþróttum.

Markmið með útgáfu bæklingsins er að:

  • Auka meðvitund íþróttafélaga um að kynferðislegt ofbeldi getur átt sér stað á þeim vettvangi eins og öðrum.
  • Hvetja íþróttafélög til umræðna um hvernig hægt sé að fyrirbyggja kynferðisofbeldi.
  • Fræða þjálfara, stjórnendur og sjálfboðaliða um hvað átt sé við þegar talað er um kynferðislega misnotkun.
  • Fræða þjálfara, stjórnendur og sjálfboðaliða um þau lagaskilyrði sem gilda um kynferðisleg samskipti við börn.
 Íþróttafélög geta haft samband við ÍSÍ ef þau vilja fá nánari fræðslu um þetta málefni. Það skal tekið fram að ef einhver grunur er á að kynferðislegt ofbeldi hafi átt sér stað ber að tilkynna það annað hvort til barnaverndaryfirvalda eða með símtali í 112 og tilkynna í nafni félags.