Heimsmeistaramótið í haglabyssugreinum ISSF stendur nú yfir í Osijek í Króatíu. Við eigum þar þrjá keppendur í Ólympíugreininni Skeet, Hákon Þ.Svavarsson, Stefán G. Örlygsson og Pétur T. Gunnarsson. Þeir hófu keppni í morgun og skjóta þeir tvo hringi í dag, tvo á morgun og ljúka keppni á sunnudaginn í einstaklingskeppninni. Þeir keppa svo í liðakeppninni á þriðjudaginn en þá eru skotnir 3 hringir. Fylgjast má með skorinu hérna.