Íslenski hópurinn í skotfimi í Andorra
Íslenski hópurinn í loftgreinum á Smáþjóðaleikunum í Andorra 2025. Gull og silfur í loftskammbyssu karla. Keppt var í loftriffli kvenna, loftskammbyssu kvenna og loftskammbyssu karla.
Íslenski hópurinn í loftgreinum á Smáþjóðaleikunum í Andorra 2025. Gull og silfur í loftskammbyssu karla. Keppt var í loftriffli kvenna, loftskammbyssu kvenna og loftskammbyssu karla.
Loftskammbyssa karla stendur nú yfir á Smáþjóðaleikunum í Andorra. Jón Þór Sigurðsson (567) og Ívar Ragnarsson (553) tryggðu sér sæti í úrslitum. Úrslitin hefjast kl.09:30 að íslenskum tíma og má fylgjast með þeim LIVE hérna. UPPFÆRT: Jón Þór sigraði í úrslitunum og Ívar varð annar eftir spennandi keppni.
Loftskammbyssukeppnin í Andorra er í gangi. Okkar keppendur eru komnir í úrslit, Jórunn Harðardóttir með 544 stig og Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir með 525 stig. Átta manna úrslitin hefjast kl. 09:00 að íslenskum tíma. Hægt er einnig að fylgjast með LIVE hérna. UPPFÆRT: Keppni er lokið og hafnaði Aðalheiður Lára í 5.sæti og Jórunn í því [...]
Keppni með loftriffli á 10 metra færi er að hefjast á Smáþjóðaleikunum í Andorra. Þar keppa fyrir Íslands hönd Jórunn Harðardóttir og Íris Eva Einarsdóttir. Fylgjast má með gangi mála hérna. UPPFÆRT: Íris er komin í 8 manna úrslit en Jórunn rétt missti af sæti í þeim. UPPFÆRT: Íris hafnaði í áttunda sæti í úrslitunum.
Smáþjóðaleikarnir í Andorra hefjast á morgun með setningarathöfn. Keppni hefst svo á þriðjudaginn en dagskrá má sjá hérna. Keppendur flugu til Barcelóna í morgun og fara svo í rútum upp til Andorra. Íslensku keppendurnir í skotfimi eru Ívar Ragnarsson, Jón Þór Sigurðsson, Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir og Jórunn Harðardóttir sem keppa í loftskammbyssu og í loftriffli [...]
Riffilskyttan Jón Þór Sigurðsson var að landa sínum fyrsta sigri á Evrópubikarmótaröðinni í sinni grein sem er 300 metra skotfimi liggjandi. Keppt var í Sviss að þessu sinni. Hann jafnaði jafnframt Íslandsmet sitt, 596 stig (33x)(99-100-99-100-100-98). Fyrra metið setti hann á sama móti á sama stað fyrir tveimur árum. Í öðru sæti varð Pascal Bachmann [...]
Jóhannes Frank Jóhannesson sigraði einnig í dag á opna alþjóðlega riffilmótinu í Frakklandi. Hann keppti þar í Bench Rest með léttum rifflum á 100+200 metra færi og vann þar heildarkeppnina með glæsibrag. Keppendur komu alls staðar að frá Evrópu en þátttaka var takmörkuð við 70 manns. Nánar hérna.
Heimsbikarmót ISSF í Skeet er að hefjast í dag í Nicosiu á Kýpur. Hákon Þór Svavarsson keppir þar og hefur leik á morgun. Þá eru skotnir tveir hringir, tveir á þriðjudaginn og svo einn á miðvikudag og úrslitin seinna þann dag. Hægt er að fylgjast með skorinu hérna.
Jóhannes Frank Jóhannesson sigraði á opnu alþjóðlegu riffilmóti í Frakklandi í dag. Hann keppti þar í Bench Rest með þungum rifflum á 100+200 metra færi og vann heildarkeppnina með glæsibrag. Keppendur komu alls staðar að frá Evrópu en þátttaka var takmörkuð við 70 manns.
Jórunn Harðardóttir keppti í loftskammbyssu á Evrópumeistaramótinu í Osijkek í Króatíu í morgun. Skorið hjá henni var 543 stig en þess má geta að Íslandsmetið hennar er 567 stig. Hún hafnaði að lokum í 67.sæti en keppendur voru 70 talsins frá 26 aðildarþjóðum.
Nú er búið að opna fyrir skráningar á Intershoot loftbyssukeppnina sem fram fer árlega í Haag í Hollandi. Slóð á öll gögn er hérna. Keppendur fylla út öll skjöl, ganga frá gistingu og flugi en þurfa uppáskrift frá STÍ , að ósk keppnishaldara. STÍ mun síðan sjá um að ganga frá skráningum og koma þeim [...]
Jóhannes Frank Jóhannesson tók þátt í Evrópumótinu í 100 og 200 metra Benchrest skotfimi, sem fram fór í Finnlandi. Hann endaði að lokum í 14. sæti í samanlögðu léttum og þungum riffli. Um var að ræða fjögurra daga keppni. Jóhannes náði best 4. sæti í 100 m með þungum riffli.
Kvennakeppninni í Skeet lauk í dag á Ólympíuleikunum í París. Francisca CROVETTO CHADI frá Chile sigraði (120/55-7) eftir bráðabana við Amber Jo Rutter frá Bretlandi (122/55-6) en bronsið vann Austen Jewell Smith frá Bandaríkjunum (122/45).
Um helgina fór fram Norðurlandamót í haglabyssugreininni Skeet í Danmörku. Við áttum þar þrjá keppendur, Dagný Huld Hinriksdóttir sem endaði 3.sæti í kvennaflokki með 77 stig. Í karlafokki kepptu þeir Jakob Þór Leifsson sem endaði í 10.sæti með 111 stig og Arnór Logi Uzureau í 6.sæti með 116 stig.
Hákon Þór Svavarsson hefur nú lokið keppni á Ólympíuleikunum og gerði það með stæl með því að brjóta allar leirdúfurnar í síðustu hrinu, 25 talsins og endaði á 116 í mótinu. Skorið var mjög stöðugt 23 - 23 - 23 - 22 - 25. Hann hafnaði í 23.sæti sem er frábær árangur á stærsta sviði [...]
Hérna má sjá dagskrá skotgreinanna á Ólympíuleikunum. Tímasetning er að staðartíma. RÚV sýnir frá úrslitum í flestum greinanna. Keppnin í greininni hans Hákons, Skeet, hefst á föstudaginn þar sem skotnar verða 75 skífur og svo á laugardaginn 50 skífur. Úrslitin er svo seinni part laugardagsins kl.15:30 að ísl.tíma.
Jón Þór Sigurðsson riffilskytta keppir í dag á Evrópumeistaramótinu í Osijek í Króatíu í 50 metrum (prone). Hægt er að fylgjast með skorinu í beinni hérna. UPPFÆRT: Jón vann til silfurverðlauna rétt í þessu með 627,0 stig (103,5 + 105,3 + 104,8 + 104,0 + 105,2 + 104,2) Frábær árangur hjá honum en hann landaði [...]
Frestur til að bjóða sig fram til setu í stjórn STÍ er nú runnin út og bárust framboð frá eftirtöldum innan frests : Um tvö sæti í aðalstjórn til 2ja ára : Guðmundur Kr. Gíslason Jórunn Harðardóttir Mörður Áslaugarson Um eitt sæti í varastjórn til 2ja ára : Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir Áfram situr formaðurinn Halldór [...]
Þá er keppni í skeet lokið á Evrópumeistaramótinu í Osijek í Króatíu. Hákon Þ. Svavarsson endaði í 71.sæti með 112 stig (20-24-23-23-22), Arnor L. Uzureau í 73.sæti með 111 stig (24-21-20-23-23) og Jakob Þ. Leifsson í 76.sæti með 110 stig (21-23-21-23-22). Keppendur voru alls 83. Evrópumeistari í karlaflokki varð Sven Korte frá Þýskalandi og í [...]
Evrópumeistaramótin eru nú hafin. Í Lonato á Ítalíu er keppt í haglabyssugreinunum og eigum við þar þrjá keppendur í Skeet, Hákon Þ. Svavarsson, Jakob Þ. Leifsson og Arnór L. Uzureau. Þeir hefja keppni 22.maí en þá eru skotnir tveir hringir, tveir hringir 23.maí og svo einn hringur og final föstudaginn 24.maí. Skorunum má fylgjast með [...]