Erlend mót og úrslit

Jórunn keppir á Evrópumeistaramótinu í loftbyssugreinunum

Jórunn Harðardóttir keppti í loftskammbyssu á Evrópumeistaramótinu í Osijkek í Króatíu í morgun. Skorið hjá henni var 543 stig en þess má geta að Íslandsmetið hennar er 567 stig. Hún hafnaði að lokum í 67.sæti en keppendur voru 70 talsins frá 26 aðildarþjóðum.

By |2025-03-09T09:53:04+00:00March 9th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Jórunn keppir á Evrópumeistaramótinu í loftbyssugreinunum

Loftbyssukeppnin Intershoot í Hollandi 29.jan-1.feb 2025

Nú er búið að opna fyrir skráningar á Intershoot loftbyssukeppnina sem fram fer árlega í Haag í Hollandi. Slóð á öll gögn er hérna. Keppendur fylla út öll skjöl, ganga frá gistingu og flugi en þurfa uppáskrift frá STÍ , að ósk keppnishaldara. STÍ mun síðan sjá um að ganga frá skráningum og koma þeim [...]

By |2024-10-15T09:22:57+00:00October 15th, 2024|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Loftbyssukeppnin Intershoot í Hollandi 29.jan-1.feb 2025

Jóhannes Frank í 14.sæti á EM í Bench Rest

Jóhannes Frank Jóhannesson tók þátt í Evrópumótinu í 100 og 200 metra Benchrest skotfimi, sem fram fór í Finnlandi. Hann endaði að lokum í 14. sæti í samanlögðu léttum og þungum riffli. Um var að ræða fjögurra daga keppni. Jóhannes náði best 4. sæti í 100 m með þungum riffli.

By |2024-08-06T07:39:07+00:00August 6th, 2024|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Jóhannes Frank í 14.sæti á EM í Bench Rest

Kvennakeppninni í skeet á Ólympíuleikunum lauk í dag

Kvennakeppninni í Skeet lauk í dag á Ólympíuleikunum í París. Francisca CROVETTO CHADI frá Chile sigraði (120/55-7) eftir bráðabana við Amber Jo Rutter frá Bretlandi (122/55-6) en bronsið vann Austen Jewell Smith frá Bandaríkjunum (122/45).

By |2024-08-04T15:19:15+00:00August 4th, 2024|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Kvennakeppninni í skeet á Ólympíuleikunum lauk í dag

Norðurlandamótinu er lokið

Um helgina fór fram Norðurlandamót í haglabyssugreininni Skeet í Danmörku. Við áttum þar þrjá keppendur, Dagný Huld Hinriksdóttir sem endaði 3.sæti í kvennaflokki með 77 stig. Í karlafokki kepptu þeir Jakob Þór Leifsson sem endaði í 10.sæti með 111 stig og Arnór Logi Uzureau í 6.sæti með 116 stig.

By |2024-08-03T15:43:06+00:00August 3rd, 2024|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Norðurlandamótinu er lokið

Hákon hafnaði í 23.sæti á Ólympíuleikunum

Hákon Þór Svavarsson hefur nú lokið keppni á Ólympíuleikunum og gerði það með stæl með því að brjóta allar leirdúfurnar í síðustu hrinu, 25 talsins og endaði á 116 í mótinu. Skorið var mjög stöðugt 23 - 23 - 23 - 22 - 25. Hann hafnaði í 23.sæti sem er frábær árangur á stærsta sviði [...]

By |2024-08-03T15:08:50+00:00August 3rd, 2024|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Hákon hafnaði í 23.sæti á Ólympíuleikunum

Dagskrá skotfimi á Ólympíuleikunum

Hérna má sjá dagskrá skotgreinanna á Ólympíuleikunum. Tímasetning er að staðartíma. RÚV sýnir frá úrslitum í flestum greinanna. Keppnin í greininni hans Hákons, Skeet, hefst á föstudaginn þar sem skotnar verða 75 skífur og svo á laugardaginn 50 skífur. Úrslitin er svo seinni part laugardagsins kl.15:30 að ísl.tíma.

By |2024-07-29T07:50:27+00:00July 29th, 2024|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Dagskrá skotfimi á Ólympíuleikunum

Jón Þór vann silfrið á Evrópumeistaramótinu í dag

Jón Þór Sigurðsson riffilskytta keppir í dag á Evrópumeistaramótinu í Osijek í Króatíu í 50 metrum (prone). Hægt er að fylgjast með skorinu í beinni hérna. UPPFÆRT: Jón vann til silfurverðlauna rétt í þessu með 627,0 stig (103,5 + 105,3 + 104,8 + 104,0 + 105,2 + 104,2) Frábær árangur hjá honum en hann landaði [...]

By |2024-05-30T11:56:37+00:00May 30th, 2024|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór vann silfrið á Evrópumeistaramótinu í dag

Skotþing 2024 Framboð til stjórnar

Frestur til að bjóða sig fram til setu í stjórn STÍ er nú runnin út og bárust framboð frá eftirtöldum innan frests : Um tvö sæti í aðalstjórn til 2ja ára : Guðmundur Kr. Gíslason Jórunn Harðardóttir Mörður Áslaugarson Um eitt sæti í varastjórn til 2ja ára : Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir Áfram situr formaðurinn Halldór [...]

By |2024-05-27T10:00:42+00:00May 27th, 2024|Erlend mót og úrslit, Uncategorized|Comments Off on Skotþing 2024 Framboð til stjórnar

Keppni lokið á EM í Króatíu

Þá er keppni í skeet lokið á Evrópumeistaramótinu í Osijek í Króatíu. Hákon Þ. Svavarsson endaði í 71.sæti með 112 stig (20-24-23-23-22), Arnor L. Uzureau í 73.sæti með 111 stig (24-21-20-23-23) og Jakob Þ. Leifsson í 76.sæti með 110 stig (21-23-21-23-22). Keppendur voru alls 83. Evrópumeistari í karlaflokki varð Sven Korte frá Þýskalandi og í [...]

By |2024-05-24T15:50:54+00:00May 24th, 2024|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Keppni lokið á EM í Króatíu
Go to Top