Keppni lokið á EM í Króatíu
Keppni er nú lokið á EM í Króatíu. Hákon Þ. Svavarsson endaði með 113 stig (22-22-21-23-25) í 63.sæti og Jakob Þ. Leifsson með 111 stig (23-21-22-23-22) í 66.sæti. Keppendur voru alls 74.
Keppni er nú lokið á EM í Króatíu. Hákon Þ. Svavarsson endaði með 113 stig (22-22-21-23-25) í 63.sæti og Jakob Þ. Leifsson með 111 stig (23-21-22-23-22) í 66.sæti. Keppendur voru alls 74.
Evrópumeistaramótið í Skeet stendur nú yfir í Osijek í Króatíu. Við eigum þar tvo keppendur, Hákon Þ. Svavarsson og Jakob Þ. Leifsson. Þeir hófu keppni í dag, laugardag, og er skorið hjá þeim eftir fyrri daginn Hákon 22-22-21 og Jakob 23-21-22. Þeir skjóta svo tvo hringi á morgun. Hægt er að fylgjast með skorinu hérna.
Félagar úr Skotfélaginu Markviss á Blönduósi tóku þátt í landskeppni í haglabyssugreininni Norrænt Trap sem haldið var í Danmörku um helgina. Keppendur komu frá norrænu löndunum og var keppt í nokkrum aldursflokkum. Haraldur Holti Líndal varð í 10.sæti í unglingaflokki, bætti eigið Íslandsmet og skoraði 123 stig (af 150 mögulegum). Elyass Kristinn Bouanba var með [...]
Jón Þór Sigurðsson hafnaði í 14.sæti í riffilkeppninni á 300 metra færi liggjandi, á HM í Azerbaijan í morgun. Hann endaði með 594/29x stig aðeins 2 stigum frá Íslandsmetinu sínu sem hann setti í Sviss í júní s.l.
Keppni í riffilkeppninni á 50 metra færi á HM í Azerbaijan var að ljúka. Jón Þór Sigurðsson náði þar frábærum árangri og hafnaði að lokum í áttunda sæti með 623,8 stig en keppendur voru alls 73. Sigurvegarinn, Petr Nymbursky frá Tékklandi sigraði með 626,5 stig en þess má geta að Íslandsmet Jóns Þór síðan í [...]
Hákon Þór Svavarsson hóf keppni í haglabyssugreininni Skeet á Heimsmeistaramótinu í Bakú í Azerbaijan í dag. Hægt er að fylgjast með skorinu hérna. Keppnin stendur yfir í 3 daga, 50 skífur í dag , 50 skífur á morgun og 25 skífur á laugardaginn og úrslitin í beinu framhaldi. Hákon endaði að lokum með 114 stig [...]
Heimsmeistaramótið í "Benchrest BR50" fór fram í Plzen í Tékklandi en keppt var í 3 flokkum með cal.22lr rifflum, SPORTER (SP), LIGHT VARMINT (LV) og HEAVY VARMINT (HV). Fjórir keppendur frá Íslandi höfðu skráð sig á mótið og kepptu þeir í öllum 3 greinunum. Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir var fararstjóri og fulltrúi STÍ á aðalfundi alþjóðasambandsins [...]
Á YouTube rás ISSF, Alþjóða Skotíþróttasambandsins, má nálgast vídeó frá fjölda móta. Þar gefst fólki kostur á að skoða hinar ýmsu skotgreinar ISSF á lifandi hátt. Slóðin er þessi hérna.
Hákon Þór Svavarsson endaði með 111 stig á heimsbikarmótinu á Ítalíu í morgun. Nánari úrslit hérna. Úrslitakeppnin verður í beinni útsendingu seinna í dag : Final úrslit í kvennaflokki í Skeet kl. 12:55 að ísl.tíma hérna Final úrslit í karlaflokki í skeet kl.13:55 að ísl. tíma hérna
Heimsbikarmótið í haglabyssu í Lonato á Ítalíu hefst í dag. Við eigum þar einn keppanda í Skeet, Hákon Þór Svavarsson. Keppnin fer fram í 3 daga, 50 skífur í dag, 50 á morgun og svo 25 á miðvikudaginn. Hægt er að fylgjast með skorinu hérna.