Erlend mót og úrslit

Ásgeir endaði í 5.sæti í Belgrad

Ásgeir Sigurgeirsson komst aftur í úrslit á Belgrad-mótinu, með 578 stig að þessu sinni, og hafnaði í 5.sæti í úrslitunum.

By | December 9th, 2018|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Ásgeir endaði í 5.sæti í Belgrad

Ásgeir fyrstur inní final í Belgrad

Ásgeir Sigurgeirsson er að keppa á Grand Prix mótinu í Belgrad um helgina í loftskammbyssu. Hann var efstur eftir undankeppnina í dag með 583 stig og endaði í 6.sæti í final.

By | December 8th, 2018|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Ásgeir fyrstur inní final í Belgrad

Skeet keppninni lokið á HM í S-Kóreu

Skeet-keppni karla á Heimsmeistaramótinu í S-Kóreu er nú lokið. Alls voru 111 keppendur mættir til leiks og stóðu okkar menn sig ágætlega. Efstur íslensku keppendanna varð Hákon Þór Svavarsson í 37.sæti með 119 stig (22-25-24-24-24), Guðlaugur Bragi Magnússon í 92.sæti með 111 stig (21-21-24-23-22) og Stefán Gísli Örlygsson í 96.sæti með 111 stig (24-23-23-20-21). Í [...]

By | September 14th, 2018|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Skeet keppninni lokið á HM í S-Kóreu

Jón Þór keppti á HM í Kóreu í nótt

Jón Þór Sigurðsson keppti í 300 metra riffilkeppninni á HM í S-Kóreu í nótt og hafnaði hann í 20.sæti í sínum riðli en komst ekki áfram í aðalkeppnina. Skorið hjá honum var 568 stig og 15x (98-94-97-94-94-91). Skoða má úrslitin nánar hérna.

By | September 9th, 2018|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór keppti á HM í Kóreu í nótt

Ásgeir lauk keppni á HM með 577 stig

Ásgeir Sigurgeirsson lauk keppni í loftskammbyssu á HM í Kóreu í 25. sæti af 117 keppendum. Hann lenti í smá basli í byrjun en sýndi mikinn karakter og kláraði á fínu skori 577 með 17 innri tíum (94-95-95-96-98-99)

By | September 6th, 2018|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Ásgeir lauk keppni á HM með 577 stig

Bára í hörkuformi á HM

Bára Einarsdóttir var að ljúka keppni á HM í Kóreu í 50 metra liggjandi riffli og hafnaði hún í 36.sæti í aðalkeppninni með 616,1 stig (102,3-103,0-101,7-102,3-103,5-103,3) Íslandsmet hennar, sem hún setti í vor, er 617,8 stig, þannig að hún var nálægt sínu besta.

By | September 5th, 2018|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Bára í hörkuformi á HM

HM í Kóreu hafið

Heimsmeistaramótið í skotfimi stendur nú yfir í Suður Kóreu. Okkar keppendur hófu keppni í dag. Ásgeir Sigurgeirsson keppti í frjálsri skammbyssu og hafnaði í 58.sæti með 531 stig. Jórunn Harðardóttir keppti í loftskammbyssu og endaði í 97.sæti með 540 stig. Jón Þór Sigurðsson keppti í liggjandi keppni í riffli á 50 metra færi og hafnaði [...]

By | September 4th, 2018|Erlend mót og úrslit|Comments Off on HM í Kóreu hafið

Norðurlandamótið í Osló um helgina

Norðurlandamótið í skotfimi var haldið í Osló, Noregi um helgina. Ísland sendi nokkra keppendur til leiks. Guðmundur Helgi Christensen keppti í 50 metra liggjandi riffli og lenti þar í 10.sæti með 613,8 stig. Hann keppti einnig í Þrístöðu riffli og lenti þar í 11.sæti með 1,086 stig. Íris Eva Einarsdóttir keppti í Loftriffli og lenti [...]

By | August 26th, 2018|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Norðurlandamótið í Osló um helgina

EM lokið í Austurríki

Evrópumeistaramótinu í haglabyssu var að ljúka og náði Sigurður Unnar Hauksson bestum árangri okkar keppenda en hann hafnaði í 46.sæti af 70 keppendum með 115 stig (23 24 21 22 25), Hákon Þór Svavarsson endaði með 113 stig (19 24 23 22 25) og Stefán Gísli Örlygsson með 112 stig (23 24 21 24 20). [...]

By | August 10th, 2018|Erlend mót og úrslit|Comments Off on EM lokið í Austurríki

Evrópumeistaramótið í haglabyssugreinunum hafið í Austurríki

EM í haglabyssu er byrjað í Austurríki. Íslensku keppendurnir héldu utan í morgun en í kvennaflokki er einn keppandi, Helga Jóhannsdóttir en karlarnir eru 3, Stefán Gísli Örlygsson, Hákon Þór Svavarsson  og Sigurður Unnar Hauksson. Þau keppa á fimmtudag og föstudag. Hægt verður að fylgjast með skorinu hérna.  Allir finalar verða sendir út beint og [...]

By | August 5th, 2018|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Evrópumeistaramótið í haglabyssugreinunum hafið í Austurríki