Keppni á Evrópumeistaramótinu í haglabyssu stendur nú yfir í Larnaca á Kýpur. Okkar keppendur eru þeir Hákon Þ. Svavarsson, Pétur Gunnarsson og Stefán Gísli Örlygsson. Þeir keppa í Skeet bæði í einstaklingskeppninni sem og liðakeppni. Hér má fylgjast með skorinu í einstaklingskeppninni. UPPFÆRT: Hákon hafnaði að lokum í 11.sæti af 78 keppendum, með 120 stig (24 23 23 25 25), aðeins einu stigi frá því að komast í úrslit en hann gulltryggði sæti inná Evrópuleikana á næsta ári. Stefán Gísli endaði á 108 stigum (22 23 19 22 22 ) og Pétur með 106 stig (21 24 19 22 20). Þeir taka svo þátt í liðakeppninni á sunnudaginn.