Gróf skammbyssa karla og Sport skammbyssa kvenna

Keppt er í grófri skammbyssu og sport skammbyssu á Olympíuleikum, Heimsmeistaramótum, Evrópumótum, og Norðurlandamótum. Hér heima er haldið Íslandsmót í greinunum auk innanfélagsmóta.

Aldur: 22 ára en leyfi bundið við íþróttaiðkun.

Byssur: fjölskota hálfsjálfvirkar eða “revolver”. Cal .22lr. fyrir konur og 7.62 – 9,65mm fyrir karla( Lágmarkshlaupvídd cal .32 er algengust) Heildarþyngd byssu má ekki vera meiri en 1400 gr og gikkþungi lágmark 1000 gr.

Hlauplengd má ekki vera meiri en 153 mm og á milli fram og aftursigtis má ekki vera lengra en 220 mm

Búnaður: Gleraugu, oft sérhönnuð skotgleraugu, Heyrnarhlífar, gjarnan sjónauki. skot, skotskífur.

Færi: 25 metrar

Keppni: Í fyrri hluta keppni (skífa 1) er skotið 30 nákvæmnisskotum í 6 hrinum, 5 skot í hverri. Í þessum hluta hafa keppendur 6 mínútur til að ljúka við hverja hrinu. Stig fyrir hvert skot 0 – 10 stig

Í síðari hluta keppni (Skífa 2) fer fram svonefnd “duell” keppni. Sem fyrr er skotið 30 skotum í 6 hrinum. Duell fer þannig fram að skotskífan birtist í 3 sek og er það sá tími sem keppandi hefur til að hleypa að. Að loknum 3 sek hverfur skífan aftur í 7 sek og verður keppandi þá að láta byssuna síga niður á meðan sá tími líður.

Stig fyrir hvert skot 0 eða 5 – 10 stig

Samanlagður árangur úr báðum hlutum gefur endanlega niðurstöðu

Félög: Skotfélag Kópavogs, Skotfélag Reykjavíkur, Skotfélag Vesturlands, Skotfélag Akureyrar, Skotdeild Keflavíkur

Keppnir: Íslandsmót í apríl-maí

Annað: Skotfæri fyrir cal .32 eru dýr og æfa því karlar undantekningarlítið með cal .22. Gjarnan keppt  þannig að allir skjóta cal .22