Trap og Double-Trap – Haglabyssa

Keppt er í báðum greinum á Ólympíuleikum, Heimsmeistaramótum, Evrópumótum, Norðurlandamótum, og Smáþjóðaleikum. Hér heima er ekkert félag með aðstöðu til að stunda þessa grein.

Aldur: 20 ára til að fá leyfi fyrir eigin byssu en 15 ára til æfinga hjá íþróttafélögum

Byssur: Oftast tvíhleyptar yfir undir haglabyssur en einnig er leyfilegt að nota hálfsjálfvirkar haglabyssur en þá skal magasínið þrengt þannig að það taki ekki nema 1 skot.

Búnaður: Hlífðargleraugu, oft sérhönnuð skotgleraugu, Heyrnarhlífar og skotvesti. Skot og leirskífur.

Færi: Breytilegt

Keppni: Skotið er á leirdúfur sem kastað er með sjálfvirkum kastvélum úr 15 kastvélum í Trap og úr 3 kastvélum í Double-Trap. Skotið er alls 25-50 skotum frá 5 pöllum sem liggja í hálfmána 15 metrum fyrir aftan skothúsið.

Félög: Ekkert sem stendur en er á dagskrá hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Keppnir: Tímabilið er 1. apríl til 1. október.

Annað: Þessar greinar eru  inní STÍ en ekkert félag hefur þann búnað sem þarf en aðstaða sem sett var upp í Keflavík vegna Smáþjóðaleikanna 1997 hefur verið tekin niður og búnaður seldur. Stefnt er að uppsetningu búnaðar fyrir þessa grein í Reykjavík en ekki er vitað um aðra sem hafa næga aðsókn til að sinna þessum greinum.

Click edit button to change this text.