Mót og úrslit

Jóhannes Frank Íslandsmeistari á Húsavík um helgina

Islandsmótinu i gruppuskotfimi 100 - 200 m sem haldið var á Húsavik, þessa helgi er lokið. Íslandsmeistari árið 2025 var Jóhannes Frank Jóhanneson frá Skotfélagi Keflavíkur. Skotfelag Husavikur óskar Jóhannesi til hamingju með titilinn. Þá vill skotfelagið þakka öllum keppendum fyrir drengilega keppni. Starfsmenn á mótinu stóðu sig óaðfinnnlega, og kann Skotfélag Húsavikur þeim miklar [...]

By |2025-07-01T09:37:17+00:00July 1st, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Jóhannes Frank Íslandsmeistari á Húsavík um helgina

Guðmann sigraði á Blönduósi um helgina

Fyrsta móti sumarsins lokið, aðstæðu voru frekar krefjandi á laugardeginum en þá var NA átt stöðug í um 15m/sek og kviður fóru upp undir 19 m/sek. Þetta er í fyrsta skipti sem að mót í Norrænu trapi er skotið sem unisex mót, keppendur voru skráðir 11 frá 3 félögum. 2 lið voru skráð til keppni. [...]

By |2025-06-29T19:49:44+00:00June 29th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Guðmann sigraði á Blönduósi um helgina

Jón Þór Íslandsmeistari í 300 metrum liggjandi

Íslandsmótið í 300m liggjandi var haldið hjá okkur í Skotdeild Keflavíkur í dag. Veður aðstæður voru mjög krefjandi og þrátt fyrir að spáin hafi verið há-norðan 4-6m á sek í allan dag þá gustaði hann bæði frá austri og vestri á milli.Á 100 og 300m voru 2.5m veifur sem stóðu oftar en ekki í sitthvora [...]

By |2025-06-29T08:57:53+00:00June 29th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór Íslandsmeistari í 300 metrum liggjandi

Guðni Sigurbjarnarson sigraði á Blönduósi

Þann 17.06.25 var haldið annað Landsmót ársins í .22 Hunter Class hjá Skotfélaginu Markviss. Alls mættu 7 keppendur til leiks þar af 2 í unglingaflokki en 2 keppendur boðuðu forföll innan setts tíma. Aðstæður voru með ágætum hægur vindur þó hann léki suma keppendur grátt og smá úði í blálokinn sem hafði engin áhrif. Mótshald [...]

By |2025-06-18T15:20:09+00:00June 18th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Guðni Sigurbjarnarson sigraði á Blönduósi

Þorri sigraði á Akureyri í dag

Landsmót STÍ í haglabyssugreininni Compak Sporting var haldið á skotvöllum Skotfélags Akureyrar um helgina. Guðni Þorri Helgason úr SR sigraði með 182 stig, Jóhann Ævarsson úr SA varð annar með 174 stig og í þriðja sæti hafnaði Gunnar Þór Þórarnarson með 172 stig eftir bráðabana við Theódór Þórólfsson sem einnig keppti fyrir SA. Nánar á [...]

By |2025-06-15T20:09:32+00:00June 15th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Þorri sigraði á Akureyri í dag

Hákon sigraði í dag

Landsmót STÍ í haglabyssugreininni Skeet var haldið á skotsvæði Skotíþróttafélags Suðurlands um helgina. Hákon Þ.Svavarsson úr SFS sigraði með 116+51 stig í úrslitum, Arnór L. Uzureau varð annar með 116+48 stig og í þriðja sæti varð Jón G. Kristjánsson úr SÍH með 105+39 stig. Nánar á úrslitasíðunni.

By |2025-06-09T07:52:52+00:00June 8th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Hákon sigraði í dag

Landsmót í BR50 á Blönduósi um helgina

Landsmót í BR50 Sporter og HR flokkum var haldið hjá Skotfélaginu Markviss á Blönduósi dagana 24. og 25 maí. Alls voru 11 keppendur skráðir í HR og 6 í Sporter flokk, fyrir mót höfðu tveir keppendur í hvorum flokk boðað forföll með fyrirvara, þar sem aðrir keppendur og mótshaldari höfðu gert sínar ráðstafanir og mótið [...]

By |2025-05-27T09:19:59+00:00May 26th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í BR50 á Blönduósi um helgina

Jón Þór sigraði á landsmótinu í Keflavík í dag

Landsmót STÍ Skotíþróttasamband Íslands í 300m liggjandi riffli var haldið í dag hjá Skotdeild Keflavíkur á Hafnarheiðinni. Vindur var nokkuð hægur en breytilegur var hann, gekk svo yfir með duglegan skúr þegar mótið var við það að verða hálfnað sem breytti birtunni og þrátt fyrir að vindur hafi verið hægur er hægt að segja að [...]

By |2025-05-25T08:54:38+00:00May 24th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór sigraði á landsmótinu í Keflavík í dag

Íslandsmótið í Staðlaðri skammbyssu í dag

Íslandsmótið í Staðlaðri skammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Íslandsmeistarar urðu Jórunn Harðardóttir úr SR í kvennaflokki og Ívar Ragnarsson í karlaflokki. Nánar á www.sr.is

By |2025-05-17T14:42:35+00:00May 17th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmótið í Staðlaðri skammbyssu í dag

Íslandsmetin féllu í Egilshöll í dag

Íslandsmeistaramótið í Loftriffli fór fram í Egilshöllinni í dag. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með  594,3 stig, Íris E. Einarsdóttir úr SR varð önnur með 592,2 stig og í þriðja sæti Aðalheiður L. Guðmundsdóttir með 551,0 stig. Í karlaflokki sigraði Valur Richter úr SÍ með 566,5 stig, Leifur Bremnes úr SÍ hafnaði í [...]

By |2025-05-12T07:22:33+00:00May 11th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmetin féllu í Egilshöll í dag

Íslandsmeistarar í loftskammbyssu í dag

Íslandsmeistaramótið í Loftskammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Í karlaflokki sigraði Ívar Ragnarsson úr SFK með 560 stig, Rúnar H. Sigmarsson úr SKS varð annar með 545 stig og í þriðja sæti hafnaði Bjarki Sigfússon úr SFK með 538 stig. Í kvennaflokki varð Jórunn Harðardóttir úr SR Íslandsmeistari með 548 stig, María Lagou varð [...]

By |2025-05-10T15:56:53+00:00May 10th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmeistarar í loftskammbyssu í dag

Íslandsmeistarar í 50m Þrístöðu í dag

Íslandsmótið í 50m þrístöðuriffli fór fram í Kópavogi í dag. Íslandsmeistarar urðu í drengjaflokki Úlfar Sigurbjarnarson úr SR, í karlaflokki Leifur Bremnes úr SÍ og í kvennaflokki Jórunn Harðardóttir úr SR en hún bætti Íslandsmet sitt og náði 549 stigum. Einnig bætti sveit SR Íslandsmetið með 1,555 stig.  Nánar á úrslitasíðunni innan skamms.

By |2025-05-04T15:54:21+00:00May 4th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmeistarar í 50m Þrístöðu í dag

Jakob Þór Leifsson sigraði í Skeet um helgina

Landsmót STÍ í skeet var haldið á svæði Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar um helgina. Jakob Þ. Leifsson úr SFS sigraði með 109/48 stig, annar varð Pétur T. Gunnarsson úr SR með 110/47 stig og bronsið vann Jón G. Kristjánsson úr SÍH með 96/39 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ  

By |2025-05-04T15:25:35+00:00May 4th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Jakob Þór Leifsson sigraði í Skeet um helgina

Fyrsta Landsmót sumarsins fer fram í Hafnarfirði um helgina

Fyrsta Landsmót sumarsins í haglabyssugreininni Skeet fer fram á svæði Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar um helgina.

By |2025-05-04T10:32:45+00:00May 3rd, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Fyrsta Landsmót sumarsins fer fram í Hafnarfirði um helgina

Jón Þór sigraði á 3 skammbyssumótum um helgina

Jón Þór Sigurðsson úr SFK sigraði á 3 mótum um helgina. Hann varð Íslandsmeistari í Sportskammbyssu og Grófri skammbyssu en að auki sigraði hann á Landsmóti STÍ í Loftskammbyssu. Eins var keppt í Loftriffli og sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR þá grein. Jón Þór er nú þekktari fyrir árangur sinn í riffilkeppnunum 50m og 300m [...]

By |2025-04-14T09:25:52+00:00April 14th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór sigraði á 3 skammbyssumótum um helgina

Valur sigraði á Landsmóti STÍ í 50 metra liggjandi í dag

Landsmót STÍ í riffilkeppninni 50 metra liggjandi fór fram í Egilshöllinni í dag. Valur Richter úr SÍ sigraði með 621,6 stig, Jórunn Harðardóttir úr SR varð í öðru sæti með 608,6 stig og bronsið vann Leifur Bremnes úr SÍ með 604,5 stig. Í Unglingaflokki sigraði Úlfar Sigurbjarnarson úr SR með 578,7 stig og Karen Rós [...]

By |2025-04-05T20:55:17+00:00April 5th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Valur sigraði á Landsmóti STÍ í 50 metra liggjandi í dag

Íslandsmótum frestað

Íslandsmótunum í skammbyssugreinunum sem fara áttu fram um helgina, hefur verið frestað til 12.-13.apríl. Sportbyssan hefst að loknu landsmótinu í Loftskammbyssu  á laugardeginum og Grófbyssan að loknu landsmóti í Loftriffli á sunnudeginum.

By |2025-03-11T12:10:14+00:00March 11th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmótum frestað

Keflavík Open í loftgreinunum í dag

Keflavík Open í Loftgreinum var haldið í dag í loftaðstöðu Skotdeildar Keflavíkur á Sunnubrautinni. Keppt var í opnum flokki og í Loftskammbyssu sigraði Jórunn Harðardóttir frá Skotfélagi Reykjavíkur með 550 stig, í örðu sæti var Ívar Ragnarsson frá Skotíþróttafélagi Kópavogs með 541 stig, í þriðja sæti var svo hún Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir frá Skotfélagi Snæfellsness [...]

By |2025-02-15T18:51:21+00:00February 15th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Keflavík Open í loftgreinunum í dag

Breyting á Íslandsmótinu í Skeet 2025

Af óviðráðanlegum orsökum varð að breyta dagsetningu á Íslandsmótinu í Skeet sem átti að vera dagana 15.-17.ágúst en verður í staðinn 8.-10.ágúst

By |2025-02-07T14:17:49+00:00February 7th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Breyting á Íslandsmótinu í Skeet 2025

Parakeppni í skotfimi á RIG

Í fyrsta sinn á Íslandi var keppt í parakeppni í Loftskammbyssu á RIG. Fjögur pör tóku þátt að þessu sinni en sveit Skotfélags Reykjavíkur skipuð þeim Jórunni Harðardóttur og Magna Þór Mortensen sigraði með 520 stig, sem skráist sem nýtt Íslandsmet. Sameinuð sveit með þeim Adam Inga H.Frankssyni úr Skotíþróttafélagi Kópavogs og Elísabetu X. Sveinbjörnsdóttur [...]

By |2025-01-27T07:12:53+00:00January 26th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Parakeppni í skotfimi á RIG
Go to Top