Mót og úrslit

Arnar varð Íslandsmeistari á Húsavík

Íslandsmeistaramótið í Bench Rest Skor riffli fór fram á velli Skotfélags Húsavíkur um helgina. Skotið var á 100 og 200 metra færi, 25 skot á hvort færi. Íslandsmeistari varð Arnar Oddsson úr Skotfélagi Akureyrar með 495 stig og 25 X-tíur, Jóhannes Frank Jóhannesson úr Skotdeild Keflavíkur varð annar með 494 stig og 15 X-tíur og [...]

By | September 6th, 2020|Mót og úrslit|Comments Off on Arnar varð Íslandsmeistari á Húsavík

SR OPEN í Reykjavík í dag

Reykjavíkurmótið í haglabyssugreininni SKEET, SR OPEN, fór fram á svæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi í dag. Í A-flokki sigraði Daníel Logi Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar með 46 stig í úrslitum (106 stig í undankepnninni), Daníel Hrafn Stefánsson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð annar með 44 stig (106) og Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar varð þriðji [...]

By | September 5th, 2020|Mót og úrslit|Comments Off on SR OPEN í Reykjavík í dag

Landsmót í Skeet á Akranesi um helgina

Landsmót í Skeet fór fram á Akranesi um helgina. 10 keppendur mættu til leiks. Í kvennaflokki sigraði Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 99/48 bætti Íslandsmetið í final kvenna um 4 dúfur. María Rós Arnfinnsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnafjarðar var í 2. sæti með 91/42 og í 3.sæti var Dagný Huld Hinriksdóttir frá Skotfélagi Reykjavíkur með [...]

By | August 24th, 2020|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í Skeet á Akranesi um helgina

Íslandsmót í Norrænu Trappi fór fram á Blönduósi um helgina

Íslandsmótið í Norrænu Trappi fór fram hjá Skotfélaginu Markviss á Blönduósi um helgina. 16 keppendur tóku þátt og voru sett fimm Íslandsmet og eitt tvíbætt. Íslandsmet unglinga var tvíbætt um helgina, Elyass Kristinn Bouanba, MAV bætti það fyrst um 8 dúfur með skorinu 79,  Sigurður Pétur Stefánsson MAV bætti það síðan aftur og það er [...]

By | August 24th, 2020|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmót í Norrænu Trappi fór fram á Blönduósi um helgina

Íslandsmet hjá Hákoni á Íslandsmótinu

Íslandsmeistaramótið í haglabyssugreininni Skeet fór fram á velli Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar um helgina. Í kvennaflokki varð Dagný H. Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari (90/36), önnur varð María R. Arnfinnsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar (78/31) og í þriðja sæti Snjólaug M. Jónsdóttir úr Markviss á Blönduósi (85/27). Í unglingaflokki varð Daníel L. Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar Íslandsmeistari (102) [...]

By | August 16th, 2020|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmet hjá Hákoni á Íslandsmótinu

Íslandsmótið í haglabyssugreininni SKEET um helgina

Íslandsmótið í Skeet fer fram á skotsvæði Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar dagana 15.-16.ágúst n.k. Nánar segir frá mótinu á heimasíðu félagsins.

By | August 13th, 2020|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmótið í haglabyssugreininni SKEET um helgina

Íslandsmót í Skeet og Norrænu Trappi verða haldin

Stjórn STÍ hefur ákveðið að Íslandsmótin í Skeet og Norrænu Trappi verða haldin að óbreyttu. Önnur STÍ mót á dagskrá verða einnig haldin. Mótshaldarar þurfa að huga að sóttvörnum og passa fjarlægðarmörk.

By | August 7th, 2020|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmót í Skeet og Norrænu Trappi verða haldin

MÓTUM AFLÝST VEGNA COVID-19

Í ljósi hertra reglna Landlæknis vegna COVID-19 hefur STÍ ákveðið að aflýsa Íslandsmóti í 300 metra riffli sem halda átti hjá Skotdeild Keflavíkur 8.ágúst og eins Landsmóti í Skeet sem átti að vera á velli Skotíþróttafélags Suðurlands 8.-9.ágúst.

By | July 30th, 2020|Mót og úrslit|Comments Off on MÓTUM AFLÝST VEGNA COVID-19

Íslandsmót BR50 riffli í Þorlákshöfn á laugardaginn

Íslandsmótið í BR50 var haldið á skotsvæði Skotíþróttafélags Suðurlands um helgina. Keppt er með 22ja kalibera rifflum á 50 metra færi og skotið af borði. Þeim er skipt niður í þyngdarflokka , þungir (Heavy Varmint 4,763-6,803 kg), en þar varð Jón Ingi Kristjhánsson Íslandsmeistari, Pawel Radwanski úr SFK varð annar og Kristján R. Arnarson úr [...]

By | July 29th, 2020|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmót BR50 riffli í Þorlákshöfn á laugardaginn

Íslandsmót í Compak Sporting á Akureyri um helgina

Íslandsmótið í haglabyssugreininni Compak Sporting fór fram um helgina á svæði Skotfélags Akureyrar. Mótið var afar fjölmennt en 46 keppendur mættu til leiks. Í kvennaflokki sigraði Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 162 stig, önnur varð Snjólaug María Jónsdóttir úr skotfélaginu Markviss frá Blönduósi með 148 stig og í þriðja sæti Dagný Huld Hinriksdóttir [...]

By | July 26th, 2020|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmót í Compak Sporting á Akureyri um helgina