gummiisnes

About Guðmundur Kr. Gíslasson

This author has not yet filled in any details.
So far Guðmundur Kr. Gíslasson has created 638 blog entries.

Norðurlandamótinu er lokið

Um helgina fór fram Norðurlandamót í haglabyssugreininni Skeet í Danmörku. Við áttum þar þrjá keppendur, Dagný Huld Hinriksdóttir sem endaði 3.sæti í kvennaflokki með 77 stig. Í karlafokki kepptu þeir Jakob Þór Leifsson sem endaði í 10.sæti með 111 stig og Arnór Logi Uzureau í 6.sæti með 116 stig.

By |2024-08-03T15:43:06+00:00August 3rd, 2024|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Norðurlandamótinu er lokið

Hákon hafnaði í 23.sæti á Ólympíuleikunum

Hákon Þór Svavarsson hefur nú lokið keppni á Ólympíuleikunum og gerði það með stæl með því að brjóta allar leirdúfurnar í síðustu hrinu, 25 talsins og endaði á 116 í mótinu. Skorið var mjög stöðugt 23 - 23 - 23 - 22 - 25. Hann hafnaði í 23.sæti sem er frábær árangur á stærsta sviði [...]

By |2024-08-03T15:08:50+00:00August 3rd, 2024|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Hákon hafnaði í 23.sæti á Ólympíuleikunum

Hákon kláraði fyrri daginn með sóma

Hákon Þór Svavarsson endaði fyrri keppnisdaginn með 69 stig af 75 mögulegum (23-23-23) og er hann í 22.sæti af 30 keppendum. Á morgun byrjar hann keppni kl.08:10 en þá eru 50 stig í pottinum. Mynd: ÍSÍ

By |2024-08-02T12:55:56+00:00August 2nd, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Hákon kláraði fyrri daginn með sóma

Dagskrá skotfimi á Ólympíuleikunum

Hérna má sjá dagskrá skotgreinanna á Ólympíuleikunum. Tímasetning er að staðartíma. RÚV sýnir frá úrslitum í flestum greinanna. Keppnin í greininni hans Hákons, Skeet, hefst á föstudaginn þar sem skotnar verða 75 skífur og svo á laugardaginn 50 skífur. Úrslitin er svo seinni part laugardagsins kl.15:30 að ísl.tíma.

By |2024-07-29T07:50:27+00:00July 29th, 2024|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Dagskrá skotfimi á Ólympíuleikunum

Íslandsmótið í Compak Sporting á Akureyri um helgina

Um helgina var Íslandsmeistaramótið í haglabyssugreininni Compak Sporting haldið á Akureyri. Veðrið lék við keppendur og var keppnin jöfn og spennandi allt til enda. En Íslandsmeistari karla er Jóhann Ævarsson úr SA með 196 stig. Bráðabana þurfti um annað sætið, þar sem Jón Valgeirsson úr SR (190) vann Ævar Svein Sveinsson úr SÍH (190) 23-21. [...]

By |2024-07-29T07:30:41+00:00July 29th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmótið í Compak Sporting á Akureyri um helgina

Norðurlandsmótið á Blönduósi um helgina

Helgina 19-21 júlí var Artic coast open haldið á Blönduósi og samhliða því var Norðurlandsmeistaramótið. Norðan áttin réð ríkjum um helgina og frekar blautt var á keppendum. 11 keppendur mættu til leiks.  En eins og svo oft áður var skor samt alveg með ágætum, Daníel Logi Heiðarsson SÍH skaut sig upp í meistaraflokk með 117 dúfur, [...]

By |2024-07-22T20:34:49+00:00July 22nd, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Norðurlandsmótið á Blönduósi um helgina

SÍH Open í skeet um helgina

Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar hélt árlegt mót sitt, SÍH-OPEN, um helgina. Keppt er í haglabyssugreininni SKEET. Skipt var í A og B úrslit eftir fyrri daginn. Í A-úrslitum sigraði Arnór Logi Uzureau með 113/50 stig, Daníel Logi Heiðarsson varð annar með 109/47 stig og í þriðja sæti Jón Gunnar Kristjánsson með 114/34 stig. Í B-úrslitum sigraði Kristinn [...]

By |2024-07-09T08:50:52+00:00July 8th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on SÍH Open í skeet um helgina

Norðurlandamótið í Bench Rest á Húsavík

Nokkur orð um Norðurlandamótið í riffilgreininni Bench rest, sem haldið var á velli Skotf. Húsavikur, nýliðna helgi.11 manns mættu á mótið, þar af tveir keppendur frá Sviþjóð, og einn frá Finnlandi- fyrrum heinsmeistari í þessari grein skotfimi. Það voru þvi engir aukvisar sem nættu til keppni á Husavík.Til að unnt se að halda mót sem [...]

By |2024-08-11T20:01:56+00:00July 1st, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Norðurlandamótið í Bench Rest á Húsavík

Guðlaugur Bragi sigraði á Akureyri

Landsmót STÍ í haglabyssugreininni skeet var haldið á Akureyri um helgina. Guðlaugur Bragi Magnússon úr SA sigraði með 110 stig eftir bráðabana við Daníel Loga Heiðarsson úr SÍH sem einnig var með 110 stig. Í þriðja sæti hafnaði Jakob Þór Leifsson úr SÍH með 104 stig. Nánar á úrslitasíðunni.

By |2024-06-24T07:40:31+00:00June 24th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Guðlaugur Bragi sigraði á Akureyri

Heimsbikarmótinu á Ítalíu lýkur í dag

Heimsbikarmótinu í Lonato á Ítalíu lýkur í dag. Okkar keppendur stóðu sig með prýði í haglabyssugreininni Skeet og endaði Hákon Þór Svavarsson með 115 stig (21-24-21-24-25) í 78.sæti af 121, Arnór Logi Uzureau með 114 stig (23-22-22-22-25) í 85.sæti og Jakob Þór Leifsson með 113 stig (24-21-22-21-25) í 92.sæti. Finalarnir eru sýndir beint á YouTube [...]

By |2024-06-17T09:45:56+00:00June 17th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Heimsbikarmótinu á Ítalíu lýkur í dag
Go to Top