gummiisnes

About Guðmundur Kr. Gíslasson

This author has not yet filled in any details.
So far Guðmundur Kr. Gíslasson has created 654 blog entries.

Jón Þór sigraði í Staðlaðri skammbyssu

Landsmót STÍ í Staðlaðri Skammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Jón Þór Sigurðsson úr SFK sigraði með 559 stig, Ívar Ragnarsson úr SFK varð annar með 540 stig og í þriðja sæti hafnaði Kolbeinn Björgvinsson úr SR með 510 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ

By |2024-11-24T19:12:01+00:00November 23rd, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór sigraði í Staðlaðri skammbyssu

Mótum helgarinnar frestað um óákveðinn tíma

Opna Vestfjarðarmótinu sem halda átti um helgina hjá Skotíþróttafélagi Ísafjarðar í riffilgreinunum 50m liggjandi og 50m þrístöðu er frestað vegna óhagstæðrar veðurspár. Mótunum verður fundinn nýr tími fljótlega.

By |2024-11-14T17:06:20+00:00November 14th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Mótum helgarinnar frestað um óákveðinn tíma

Loftbyssukeppnin Intershoot í Hollandi 29.jan-1.feb 2025

Nú er búið að opna fyrir skráningar á Intershoot loftbyssukeppnina sem fram fer árlega í Haag í Hollandi. Slóð á öll gögn er hérna. Keppendur fylla út öll skjöl, ganga frá gistingu og flugi en þurfa uppáskrift frá STÍ , að ósk keppnishaldara. STÍ mun síðan sjá um að ganga frá skráningum og koma þeim [...]

By |2024-10-15T09:22:57+00:00October 15th, 2024|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Loftbyssukeppnin Intershoot í Hollandi 29.jan-1.feb 2025

Mótaskrá innigreina komin

Mótaskrá innigreina 2024-25 er hérna en getur breyst aðeins hvað varðar hámarksfjölda keppenda og keppnisgjald. Dagsetningar eru hins vegar ákveðnar og breytast ekki. Mótaskráin var send öllum aðildarfélögum til yfirlestrar og er þetta lokaniðurstaðan.

By |2024-10-04T13:26:39+00:00October 4th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Mótaskrá innigreina komin

Íslandsmótið í riffilkeppninni 300m liggjandi í dag

Það var fámennt en góðmennt á Íslandsmótinu í dag og mætti segja að veðrið hafi leikið við okkur svona miðað við árstímann. Það var hæglætis vindur til að byrja með en svo smá saman bætti í vindinn þegar leið á keppnina. Aðallega blés hann af hánorðann og sólin lét einnig á sér kræla þegar leið [...]

By |2024-09-15T19:22:04+00:00September 14th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmótið í riffilkeppninni 300m liggjandi í dag

Finnur Steingrímsson varð Íslandsmeistari í Bench Rest skori í dag

Íslandsmeistaramótið í Bench Rest skori fór fram á skotsvæði Skotfélags Akureyrar um helgina. Íslansmeistari varð Finnur Steingrímsson úr SA með 494 stig /6x, Kristbjörn Tryggvason úr SA varð annar með 493 stig /18x og í þriðja sæti Jón B. Kristjánsson úr MAV með 493 stig /14x. Nánari úrslit á úrslitasíðu STÍ.

By |2024-09-01T18:39:24+00:00September 1st, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Finnur Steingrímsson varð Íslandsmeistari í Bench Rest skori í dag

Íslandsmótið í 300m liggjandi verður 14.sept í Höfnum

Íslandsmeistaramótið í riffilkeppninni 300 metrum liggjandi "prone" verður haldið á skotsvæðinu í Höfnum laugardaginn 14.september.

By |2024-08-30T15:48:36+00:00August 30th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmótið í 300m liggjandi verður 14.sept í Höfnum

Íslandsmeistaramótinu í Skeet lokið

Ólympíufarinn Hákon Þór Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands jafnaði í dag, á Íslandsmeistaramótinu á Akureyri, eigið Íslandsmet í haglabyssugreininni Skeet, 122 stig af 125 mögulegum. Skotserían var glæsileg, 25-24-24-24-25. Í úrslitunum í karlaflokki varð Hákon svo Íslandsmeistari með 50/122 stig, í öðru sæti varð Arnór Logi Uzureau úr SÍH með 49/115 stig og í þriðja sæti [...]

By |2024-08-25T17:01:39+00:00August 25th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmeistaramótinu í Skeet lokið

Íslandsmótið í Bench Rest skori verður á Akureyri

Þar sem ekki hefur fengist undanþága til að halda Íslandsmótið í Bench Rest skori á Álfsnesi í Reykjavík, hefur Skotfélag Akureyrar tekið að sér að halda mótið á áður auglýstum tíma 31.ágúst og 1.september. Skráningar sendast á: sti@sti.is og skotak@skotak.is Eins er SR OPEN haglabyssumótinu frestað um nokkrar vikur en það átti að fara fram [...]

By |2024-08-23T16:15:33+00:00August 23rd, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmótið í Bench Rest skori verður á Akureyri

Íslandsmeistaramót í BR50 á Akureyri um helgina

Um helgina fór fram á Akureyri Íslandsmeistaramót í BR50 riffilkeppninni, þar sem skotið er með cal.22 rifflum af borði. Talsverður vindur var báða dagana og því engin toppskor, heilt yfir. Í Sporter flokki sigraði Kristján Arnarsson, í léttum riffli sigraði Pétur Már Ólafsson og í þungum riffli sigraði Davíð Bragi Gígja. Hjá unglingunum var einokun [...]

By |2024-08-19T07:41:10+00:00August 19th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmeistaramót í BR50 á Akureyri um helgina
Go to Top