Íslandsmótið í 300m liggjandi var haldið hjá okkur í Skotdeild Keflavíkur í dag. Veður aðstæður voru mjög krefjandi og þrátt fyrir að spáin hafi verið há-norðan 4-6m á sek í allan dag þá gustaði hann bæði frá austri og vestri á milli.Á 100 og 300m voru 2.5m veifur sem stóðu oftar en ekki í sitthvora áttina og mun stífari en 6m á sekúndu.
Þrátt fyrir krefjandi vind, þá var engin tíbrá og birtuskilyrði nokkuð jöfn. Það kom ekki mikið að sök hjá nýkrýndum Íslandsmeistara honum Jón Þór Sigurðssyni í Skotíþróttafélagi Kópavogs sem skaut 591 stig og 19 innri tíur (x-ur). Í öðru sæti var Theodór Kjartansson í Skotdeild Keflavíkur með 552 stig. Þriðja sætið tók svo Sigurgeir Guðmundsson í Skotíþróttafélagi Kópavogs með 540 stig.Liðakeppnina sigraði svo Skotíþróttafélag Kópavogs með 1.635 stig. Liðið skipaði Jón Þór, Sigurgeir og Eiríkur. Skotdeild Keflavíkur endaði í öðru sæti með 1.568 stig, liðið skipaði Teddi, Gummi og Bjarni. Við óskum ykkur öllum til hamingju og þökkum kærlega fyrir mjög gott mót. Á stefnuskránni er að taka einhver 30skota opin mót á virku kvöldi svona áður en það fer að hausta. Myndir frá mótinu eru hérna. Skorblaðið er inná úrslitasíðunni .