Loftskammbyssa karla stendur nú yfir á Smáþjóðaleikunum í Andorra. Jón Þór Sigurðsson (567) og Ívar Ragnarsson (553) tryggðu sér sæti í úrslitum. Úrslitin hefjast kl.09:30 að íslenskum tíma og má fylgjast með þeim LIVE hérna.

UPPFÆRT: Jón Þór sigraði í úrslitunum og Ívar varð annar eftir spennandi keppni.