Landsmót STÍ Skotíþróttasamband Íslands í 300m liggjandi riffli var haldið í dag hjá Skotdeild Keflavíkur á Hafnarheiðinni.
Vindur var nokkuð hægur en breytilegur var hann, gekk svo yfir með duglegan skúr þegar mótið var við það að verða hálfnað sem breytti birtunni og þrátt fyrir að vindur hafi verið hægur er hægt að segja að það hafi verið krefjandi að skjóta 60 skotum á 60 mínútum og náðu ekki allir keppendur að klára öll skotin og öðrum gekk betur og skutu heldur fleirum en leyfilegt er.
Virkilega skemmtilegt mót þar sem Jón Þór Sigurðsson Skotíþróttafélagi Kópavogs bar sigur úr býtum með 591 stig og 26 innri tíur (x-ur) , annar varð Theodór Kjartansson Skotdeild Keflavíkur með 558 stig og 5 x-ur og í þriðja sæti var Guðmundur Helgi Christensen Skotfélagi Reykjavíkur með 528 stig og 2 x-ur.
Gaman að sjá félaga okkar frá Skotfélagi Reykjavíkur með okkur í dag.
Skotdeild Keflavíkur voru einir sem tefldu fram liði og enduðu með 1519 stig. Theodór, Guðmundur Óskarsson með 510 stig og Bjarni Sigurðsson með 451 stig, en hann náði ekki að klára í síðustu hrinunni, þar sem framsigtið losnaði og var að plaga hann alla keppnina. Skorblaðið er á úrslitasíðu STÍ og myndir frá mótinu hérna. Frétt Frá Skotdeild Keflavíkur