Þann 17.06.25 var haldið annað Landsmót ársins í .22 Hunter Class hjá Skotfélaginu Markviss. Alls mættu 7 keppendur til leiks þar af 2 í unglingaflokki en 2 keppendur boðuðu forföll innan setts tíma. Aðstæður voru með ágætum hægur vindur þó hann léki suma keppendur grátt og smá úði í blálokinn sem hafði engin áhrif. Mótshald gekk snuðrulaust fyrir sig undir styrkri stjórn yfirdómara og tímavarðar. Leikar fóru þannig að sigurvegari í unglinga flokki var Samúel Ingi Jónsson úr MAV á glæsilegu nýu Íslandsmeti 731 stig og 31X, annar varð Hólmgeir Örn Jónsson. Í senior flokki varð Guðni Sigurbjarnason úr SFK hlutskarpastur annar varð Jón B. Kristjánsson úr MAV og þriðji Jón Ingi Kristjánsson úr SFK. Sjá nánar á úrslitablaði.
Guðni Sigurbjarnarson sigraði á Blönduósi
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2025-06-18T15:20:09+00:00June 18th, 2025|Mót og úrslit|Comments Off on Guðni Sigurbjarnarson sigraði á Blönduósi