gummiisnes

About Guðmundur Kr. Gíslasson

This author has not yet filled in any details.
So far Guðmundur Kr. Gíslasson has created 656 blog entries.

Landsmót í loftbyssugreinunum í Keflavík

Skotdeild Keflavíkur hélt Landsmót STÍ á laugardaginn. Keppt var í Loftskammbyssu og Loftriffli. Ítarleg frétt Skotdeildarinnar er hér birt óbreytt og eins er skorblaðið komið á úrslitasíðu STÍ : Landsmót STÍ í loftgreinum var haldið í loftsal Skotdeildar Keflavíkur sem er í Sundmiðstöðinni á Sunnubrautinni. Það er virkilega gott að hafa svona góða aðstöðu til [...]

By |2024-12-02T13:47:36+00:00December 2nd, 2024|Uncategorized|Comments Off on Landsmót í loftbyssugreinunum í Keflavík

Ívar sigraði í Sport skammbyssu í dag

Ívar Ragnarsson úr SFK sigraði í Sport skammbyssu á Landsmóti STÍ sem haldið var í Kópavogi í dag. Karl Kristinsson úr SR varð annar og Engilbert Runólfsson úr SR í þriðja sæti. Nánar á úrslitasíðu STÍ

By |2024-11-25T07:56:09+00:00November 24th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Ívar sigraði í Sport skammbyssu í dag

Jón Þór sigraði í Staðlaðri skammbyssu

Landsmót STÍ í Staðlaðri Skammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Jón Þór Sigurðsson úr SFK sigraði með 559 stig, Ívar Ragnarsson úr SFK varð annar með 540 stig og í þriðja sæti hafnaði Kolbeinn Björgvinsson úr SR með 510 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ

By |2024-11-24T19:12:01+00:00November 23rd, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór sigraði í Staðlaðri skammbyssu

Mótum helgarinnar frestað um óákveðinn tíma

Opna Vestfjarðarmótinu sem halda átti um helgina hjá Skotíþróttafélagi Ísafjarðar í riffilgreinunum 50m liggjandi og 50m þrístöðu er frestað vegna óhagstæðrar veðurspár. Mótunum verður fundinn nýr tími fljótlega.

By |2024-11-14T17:06:20+00:00November 14th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Mótum helgarinnar frestað um óákveðinn tíma

Loftbyssukeppnin Intershoot í Hollandi 29.jan-1.feb 2025

Nú er búið að opna fyrir skráningar á Intershoot loftbyssukeppnina sem fram fer árlega í Haag í Hollandi. Slóð á öll gögn er hérna. Keppendur fylla út öll skjöl, ganga frá gistingu og flugi en þurfa uppáskrift frá STÍ , að ósk keppnishaldara. STÍ mun síðan sjá um að ganga frá skráningum og koma þeim [...]

By |2024-10-15T09:22:57+00:00October 15th, 2024|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Loftbyssukeppnin Intershoot í Hollandi 29.jan-1.feb 2025

Mótaskrá innigreina komin

Mótaskrá innigreina 2024-25 er hérna en getur breyst aðeins hvað varðar hámarksfjölda keppenda og keppnisgjald. Dagsetningar eru hins vegar ákveðnar og breytast ekki. Mótaskráin var send öllum aðildarfélögum til yfirlestrar og er þetta lokaniðurstaðan.

By |2024-10-04T13:26:39+00:00October 4th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Mótaskrá innigreina komin

Íslandsmótið í riffilkeppninni 300m liggjandi í dag

Það var fámennt en góðmennt á Íslandsmótinu í dag og mætti segja að veðrið hafi leikið við okkur svona miðað við árstímann. Það var hæglætis vindur til að byrja með en svo smá saman bætti í vindinn þegar leið á keppnina. Aðallega blés hann af hánorðann og sólin lét einnig á sér kræla þegar leið [...]

By |2024-09-15T19:22:04+00:00September 14th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmótið í riffilkeppninni 300m liggjandi í dag

Finnur Steingrímsson varð Íslandsmeistari í Bench Rest skori í dag

Íslandsmeistaramótið í Bench Rest skori fór fram á skotsvæði Skotfélags Akureyrar um helgina. Íslansmeistari varð Finnur Steingrímsson úr SA með 494 stig /6x, Kristbjörn Tryggvason úr SA varð annar með 493 stig /18x og í þriðja sæti Jón B. Kristjánsson úr MAV með 493 stig /14x. Nánari úrslit á úrslitasíðu STÍ.

By |2024-09-01T18:39:24+00:00September 1st, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Finnur Steingrímsson varð Íslandsmeistari í Bench Rest skori í dag

Íslandsmótið í 300m liggjandi verður 14.sept í Höfnum

Íslandsmeistaramótið í riffilkeppninni 300 metrum liggjandi "prone" verður haldið á skotsvæðinu í Höfnum laugardaginn 14.september.

By |2024-08-30T15:48:36+00:00August 30th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmótið í 300m liggjandi verður 14.sept í Höfnum

Íslandsmeistaramótinu í Skeet lokið

Ólympíufarinn Hákon Þór Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands jafnaði í dag, á Íslandsmeistaramótinu á Akureyri, eigið Íslandsmet í haglabyssugreininni Skeet, 122 stig af 125 mögulegum. Skotserían var glæsileg, 25-24-24-24-25. Í úrslitunum í karlaflokki varð Hákon svo Íslandsmeistari með 50/122 stig, í öðru sæti varð Arnór Logi Uzureau úr SÍH með 49/115 stig og í þriðja sæti [...]

By |2024-08-25T17:01:39+00:00August 25th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmeistaramótinu í Skeet lokið

Íslandsmótið í Bench Rest skori verður á Akureyri

Þar sem ekki hefur fengist undanþága til að halda Íslandsmótið í Bench Rest skori á Álfsnesi í Reykjavík, hefur Skotfélag Akureyrar tekið að sér að halda mótið á áður auglýstum tíma 31.ágúst og 1.september. Skráningar sendast á: sti@sti.is og skotak@skotak.is Eins er SR OPEN haglabyssumótinu frestað um nokkrar vikur en það átti að fara fram [...]

By |2024-08-23T16:15:33+00:00August 23rd, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmótið í Bench Rest skori verður á Akureyri

Íslandsmeistaramót í BR50 á Akureyri um helgina

Um helgina fór fram á Akureyri Íslandsmeistaramót í BR50 riffilkeppninni, þar sem skotið er með cal.22 rifflum af borði. Talsverður vindur var báða dagana og því engin toppskor, heilt yfir. Í Sporter flokki sigraði Kristján Arnarsson, í léttum riffli sigraði Pétur Már Ólafsson og í þungum riffli sigraði Davíð Bragi Gígja. Hjá unglingunum var einokun [...]

By |2024-08-19T07:41:10+00:00August 19th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmeistaramót í BR50 á Akureyri um helgina

Landsmót í Skeet á Akranesi

Landsmót STÍ í haglabyssugreininni Skeet fór fram á Akranesi um helgina. Arnór Logi Uzureau úr SÍH sigraði með 53/115 stig, Pétur T. Gunnarsson úr SR varð annar með 51/111 stig og í þriðja sæti varð Daníel Logi Heiðarsson úr SÍH með 39/112 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ  

By |2024-08-13T09:51:44+00:00August 13th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í Skeet á Akranesi

Íslandsmótið í Norrænu Trappi á Blönduósi um helgina

Íslandsmótið í Norrænu Trappi fór fram nú um helgina í blíðskaparveðri. Keppendur frá 4 skotfélögum mættu til leiks. Skotnar vorðu 3 umferðir á laugardegi og 3 auk úrslita á sunnudegi. Eftir fyrri keppnisdag skildu örfáar dúfur að efstu keppendur,og spenna því mikil fyrir seinni keppnisdag. Ekki minnkaði spennan seinni daginn en að loknum 6 umferðum [...]

By |2024-08-12T07:34:17+00:00August 12th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmótið í Norrænu Trappi á Blönduósi um helgina

Kristbjörn Tryggvason Íslandsmeistari í Bench Rest

Þá er Íslandsmeistaramóti í grúppum 2024 lokið og uppi stendur Kristbjörn Tryggvason úr SA sem sigurvegari í samanlögðu. Gylfi Sigurðsson úr SKH varð annar og Finnur Steingrímsson SA þriðji. Mótið var fámennt en það mættu 5 Norðlendingar og eiga þeir þakkir skyldar. Veður var með ágætum, þurrt, breytilegur vindur en ekkert alltof hlýtt en það [...]

By |2024-08-11T19:51:55+00:00August 11th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Kristbjörn Tryggvason Íslandsmeistari í Bench Rest

Jóhannes Frank í 14.sæti á EM í Bench Rest

Jóhannes Frank Jóhannesson tók þátt í Evrópumótinu í 100 og 200 metra Benchrest skotfimi, sem fram fór í Finnlandi. Hann endaði að lokum í 14. sæti í samanlögðu léttum og þungum riffli. Um var að ræða fjögurra daga keppni. Jóhannes náði best 4. sæti í 100 m með þungum riffli.

By |2024-08-06T07:39:07+00:00August 6th, 2024|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Jóhannes Frank í 14.sæti á EM í Bench Rest

Viking Cup á Blönduósi

Nú um verslunarmannahelgina fór fram fyrsta "Viking Cup" móti í Norrænu Trappi. Um er að ræða keppni milli Skotfélaganna Markviss og Eysturskot frá Færeyjum. Hugmyndin að mótinu kviknaði í spjalli milli 2 félagamanna úr sitthvoru félaginu fyrir nokkru síðan,og varð loks að veruleika nú í ár. Fimm keppendur frá Eysturskot mættu til keppni hér á [...]

By |2024-08-06T07:30:58+00:00August 6th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Viking Cup á Blönduósi

Kvennakeppninni í skeet á Ólympíuleikunum lauk í dag

Kvennakeppninni í Skeet lauk í dag á Ólympíuleikunum í París. Francisca CROVETTO CHADI frá Chile sigraði (120/55-7) eftir bráðabana við Amber Jo Rutter frá Bretlandi (122/55-6) en bronsið vann Austen Jewell Smith frá Bandaríkjunum (122/45).

By |2024-08-04T15:19:15+00:00August 4th, 2024|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Kvennakeppninni í skeet á Ólympíuleikunum lauk í dag

Norðurlandamótinu er lokið

Um helgina fór fram Norðurlandamót í haglabyssugreininni Skeet í Danmörku. Við áttum þar þrjá keppendur, Dagný Huld Hinriksdóttir sem endaði 3.sæti í kvennaflokki með 77 stig. Í karlafokki kepptu þeir Jakob Þór Leifsson sem endaði í 10.sæti með 111 stig og Arnór Logi Uzureau í 6.sæti með 116 stig.

By |2024-08-03T15:43:06+00:00August 3rd, 2024|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Norðurlandamótinu er lokið

Hákon hafnaði í 23.sæti á Ólympíuleikunum

Hákon Þór Svavarsson hefur nú lokið keppni á Ólympíuleikunum og gerði það með stæl með því að brjóta allar leirdúfurnar í síðustu hrinu, 25 talsins og endaði á 116 í mótinu. Skorið var mjög stöðugt 23 - 23 - 23 - 22 - 25. Hann hafnaði í 23.sæti sem er frábær árangur á stærsta sviði [...]

By |2024-08-03T15:08:50+00:00August 3rd, 2024|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Hákon hafnaði í 23.sæti á Ólympíuleikunum
Go to Top