Riffilskyttan Jón Þór Sigurðsson var að landa sínum fyrsta sigri á Evrópubikarmótaröðinni í sinni grein sem er 300 metra skotfimi liggjandi. Keppt var í Sviss að þessu sinni. Hann jafnaði jafnframt Íslandsmet sitt, 596 stig (33x)(99-100-99-100-100-98). Fyrra metið setti hann á sama móti á sama stað fyrir tveimur árum. Í öðru sæti varð Pascal Bachmann frá Sviss með 595(33x) stig og í þriðja sæti Klaus Gstinig frá Austurríki með 595 stig og 25x-tíur.
Gull hjá Jóni Þór í Sviss í dag
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2025-05-17T07:20:55+00:00May 16th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Gull hjá Jóni Þór í Sviss í dag