Uncategorized

Luciano Rossi kjörinn forseti Alþjóða Skotíþróttasambandsins, ISSF

Ítalinn Luciano Rossi var rétt í þessu kjörinn forseti Alþjóða Skotíþróttasambandsins, ISSF en ríkjandi forseti Rúsinn Vladimir Lisin var einnig í framboði. Leikar fóru svo að Rossi fékk 136 atkvæði en Lisin 127. Rossi hafði einnig tilkynnt að Þjóðverjinn Willi Grill verði framkvæmdastjóri ef hann hlyti kosningu. Ljóst er að þetta mun hafa töluverðar breytingar [...]

By |2022-11-30T13:20:40+00:00November 30th, 2022|Uncategorized|Comments Off on Luciano Rossi kjörinn forseti Alþjóða Skotíþróttasambandsins, ISSF

Landsmót í Grófri skammbyssu í dag

Landsmót STÍ í Grófri skammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Karl Kristinsson úr SR sigraði með 500 stig, Jón Árni Þórisson úr SR varð annar með 479 stig og Engilbert Runólfsson úr SR þriðji með 473 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ hérna.

By |2022-11-27T13:12:58+00:00November 27th, 2022|Uncategorized|Comments Off on Landsmót í Grófri skammbyssu í dag

Mótaskrá í kúlugreinum 2022-2023 er komin

Mótaskrá STÍ fyrir vetrarstarfið og kúlugreinar 2022-2023 er komin og má finna hana hérna.

By |2022-10-04T07:38:52+00:00October 3rd, 2022|Uncategorized|Comments Off on Mótaskrá í kúlugreinum 2022-2023 er komin

Íslenska liðið lauk keppni á EM í dag

Íslenska liðið í skeet lauk keppni á Evrópumeistaramótinu í dag. Það hafnaði í 14.sæti með 200 stig og skiptist skorið þannig að Hákon var með 72 stig (24-24-24), Pétur með 64 stig (19-24-21) og Stefán 64 stig (23-22-19)

By |2022-09-12T07:57:36+00:00September 11th, 2022|Uncategorized|Comments Off on Íslenska liðið lauk keppni á EM í dag

Frá skotfélaginu á Blönduósi

Frá Markviss Í ljósi þeirra skelfilegu atburða sem hafa átt sér stað í okkar friðsæla samfélagi  vill stjórn Skotfélagsins Markviss votta öllum sem eiga um sárt að binda sína dýpstu meðaumkun og samúð. Eins og komið hefur fram var gerandi skotáhugamaður og keppandi í skotíþróttum á árum áður og keppti fyrir hönd Markviss og gengdi [...]

By |2022-08-22T07:27:09+00:00August 22nd, 2022|Uncategorized|Comments Off on Frá skotfélaginu á Blönduósi

Íslandsmótið i Benchrest á Húsavík

Íslandsmótinu í Bench rest lauk í dag á Húsavík. Íslandsmeistari varð Jóhannes Frank Jóhannesson úr Skotdeild Keflavíkur, Kristbjörn Tryggvason úr Skotfélagi Akureyrar varð annar og þriðji, Egill þór Ragnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur. Nánar á úrslitasíðu STÍ, www.sti.is

By |2022-08-15T13:09:01+00:00August 14th, 2022|Uncategorized|Comments Off on Íslandsmótið i Benchrest á Húsavík

Compak sporting á Akureyri um helgina

Skotfélag Akureyrar hélt eins dags mót í Compak Sporting, Arctic Open, á laugardaginn. Sigurvegari varð Wimol Sudee úr SÍN með 93/100 stig, annar varð Guðni Þorri Helgason úr SR með 91 stig og í þriðja sæti Bragi Óskarsson úr SA með 90 stig. Nánar á úrslitasíðunni.

By |2022-06-20T07:45:20+00:00June 20th, 2022|Uncategorized|Comments Off on Compak sporting á Akureyri um helgina

Skotíþróttafólk ársins heiðrað í dag af ÍSÍ

Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands hélt í dag hóf þar sem íþróttafólki sérsambandanna voru afhentar viðurkenningar sínar en það hafði tafist vegna Covid stöðunnar í desember. Hérna má lesa um afrek íþróttafólksins og myndir frá viðburðinum eru hérna.  Frétt ÍSÍ má einnig nálgast hérna.  

By |2022-04-13T09:36:14+00:00April 8th, 2022|Uncategorized|Comments Off on Skotíþróttafólk ársins heiðrað í dag af ÍSÍ

Ályktun Skotíþróttaþings vegna skotsvæða í Reykjavík

Hér má sjá ályktun sem gerð var á Skotíþróttaþinginu um helgina. Hún hefur verið send til fjölmiðla.

By |2022-04-06T20:30:17+00:00April 6th, 2022|Uncategorized|Comments Off on Ályktun Skotíþróttaþings vegna skotsvæða í Reykjavík

SKOTÞING 2022 haldið í dag

44.ársþing Skotíþróttasambands Íslands var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal um helgina. Mættir voru um 50 fulltrúar skotíþróttafélaga allsstaðar að af landinu. Samþykktar voru lagabreytingar og kynntar fyrirhugaðar breytingar á reglugerðum sambandsins. Skýrsla stjórnar er aðgengileg hérna. Eins voru samþykktar ályktanir um þjálfaramál, dómaramál og eins áskorun til borgaryfirvalda í Reykjavík um skotvallarmál. Sjórn STÍ var [...]

By |2022-04-13T11:30:48+00:00April 2nd, 2022|Uncategorized|Comments Off on SKOTÞING 2022 haldið í dag
Go to Top