Uncategorized

Íslandsmeistarar í Compak Sporting í dag

Íslandsmótið í haglabyssugreininni Compak Sporting fór fram á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur  á Álfsnesi um helgina. Í karlaflokki varð Ævar Sveinn Ævarsson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar Íslandsmeistari með 181 stig, annar varð Gunnar Þór Þórarnarson úr Skotfélagi Akureyrar með 177 stig og þriðji varð Stefán Gaukur Rafnsson úr Skotfélagi Akureyrar með 176 stig. Í kvennaflokki varð Ingibjörg [...]

By | August 18th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Íslandsmeistarar í Compak Sporting í dag

Íslandsmótinu í Skeet á Akureyri lokið

Íslandsmeistaramótið í haglabyssugreininni Skeet fór fram um helgina á Akureyri. Í karlaflokki sigraði Sigurður Unnar Hauksson úr Skotfélagi Reykjavíkur eftir bráðabana við Stefán Gísla Örlygsson úr Skotfélagi Akraness en báðir voru þeir með 52 stig í finalnum. Í þriðja sæti varð Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar. Í unglingaflokki varð Daníel Logi Heiðarsson úr Skotfélagi [...]

By | August 13th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Íslandsmótinu í Skeet á Akureyri lokið

Fjöldi Íslendinga taka nú þátt í opnum Grand Prix mótum um helgina

Fjöldi svokallaðra Grand Prix móta fara fram um helgina í Evrópu. Einn keppir á Opna Skeet mótinu á Krít, sjö keppa á KFK mótinu í Kaupmannahöfn í Compak Sporting og á Scandinavia Open í skeet í Jetsmark keppa 6 manns.

By | June 1st, 2019|Uncategorized|Comments Off on Fjöldi Íslendinga taka nú þátt í opnum Grand Prix mótum um helgina

Smáþjóðaleikarnir í Svartfjallalandi hófust í dag

Smáþjóðaleikarnir í Svartfjallalandi eru hafnir. Ísland á þar keppendur í loftskammbyssu, Ásgeir Sigurgeirsson, Jórunni Harðardóttur og Ívar Ragnarsson. Í loftriffli keppa Íris Eva Einarsdóttir, Jórunn Harðardóttir og Guðmundur Helgi Christensen. Keppni í loftskammbyssu er á fimmtudaginn og í loftriffli á föstudag. Hægt verður að fylgjast með á heimasíðu leikanna hérna.

By | May 28th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Smáþjóðaleikarnir í Svartfjallalandi hófust í dag

Heimsbikarmótið í München er hafið

Ásgeir Sigurgeirsson keppir á heimsbikarmótinu í München í Þýskalandi á morgun, mánudag. Keppendur eru alls um 162 talsins í loftskammbyssu karla. Hann er í öðrum riðli sem byrjar kl.09:15 og verður hægt að fylgjast með skorinu hérna.   Ásgeir endaði með 572 stig (91+95+94+98+95+99) og hafnaði í 60.sæti af 162 keppendum.

By | May 26th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Heimsbikarmótið í München er hafið

Íslandsmót í skammbyssugreinum um helgina

Um næstu helgi fara fram tvö Íslandsmót. Á laugardaginn er keppt í Sportskammbyssu í Egilshöllinni í Grafarvogi og á sunnudaginn í Grófri skammbyssu í Digranesi í Kópavogi. Nánar um mótin á heimasíðum félaganna, Skotfélags Reykjavíkur og Skotíþróttafélags Kópavogs

By | April 24th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Íslandsmót í skammbyssugreinum um helgina

Heimsbikarmótinu í Al Ain lokið

Heimsbikarmótinu í Al Ain í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum er nú lokið. Okkar keppendur voru ekki að ná sínu besta í hitanum en stóðu sig samt með ágætum. Sigurður Unnar Hauksson var með 111 stig (24-23-19-22-23) í 109.sæti, Stefán Gísli Örlygsson með 110 stig (22-23-24-22-19) í 99.sæti og Hákon Þór Svavarsson með 109 stig (21-24-18-23-23) í [...]

By | April 14th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Heimsbikarmótinu í Al Ain lokið

Skotíþróttaþing var haldið í dag

Ársþing Skotíþróttasambandsins var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag. Fulltrúar tíu aðildarfélaga STí sóttu þingið. Stjórn sambandsins helst óbreytt en engin mótframboð komu gegn sitjandi stjórn en kosið var um formann og þrjá stjórnarmenn. Formaður er áfram Halldór Axelsson. Aðrir í stjórn eru Jórunn Harðardóttir, Kjartan Friðriksson, Guðmundur Kr. Gíslason, Ómar Ö.Jónsson, Helga Jóhannsdóttir [...]

By | April 13th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Skotíþróttaþing var haldið í dag

Dagurinn “Play True Day” 10.apríl ár hvert

Dagurinn „Play True Day“ er haldinn 10. apríl ár hvert og er dagur tileinkaður hreinum íþróttum. Honum er ætlað að auka vitundarvakningu meðal íþróttafólks, íþróttasambanda, yfirvalda og annarra sem tengjast íþróttum um baráttuna gegn lyfjamisnotkun. Frumkvæðið og hugmyndina að þessum degi eiga 17 lönd í S-Ameríku eftir að hafa sótt fræðsluráðstefnu WADA (World Anti-Doping Agency) [...]

By | April 10th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Dagurinn “Play True Day” 10.apríl ár hvert

Íslandsmót í loftriffli í dag

Íslandsmótið í Loftriffli fór fram í Egilshöllinni í dag. Íslandsmeistari í karlaflokki varð Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 590,6, annar varð Róbert V. Ryan úr Skotfélagi Reykjavíkur með 560,9 stig og í þriðja sæti Þórir S. Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 550,7 stig. Í kvennaflokki varð Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari [...]

By | April 7th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Íslandsmót í loftriffli í dag