Landsmót í BR50 Sporter og HR flokkum var haldið hjá Skotfélaginu Markviss á Blönduósi dagana 24. og 25 maí. Alls voru 11 keppendur skráðir í HR og 6 í Sporter flokk, fyrir mót höfðu tveir keppendur í hvorum flokk boðað forföll með fyrirvara, þar sem aðrir keppendur og mótshaldari höfðu gert sínar ráðstafanir og mótið hluti undirbúnings fyrir stærri verkefni hjá flestum keppendum var samt ákveðið að halda mót í Sporter flokki þann 24. og fór það vel fram þótt veður gerði mönnum erfitt fyrir talsverður vindur og rigning í lokinn gekk mótshald þó vel og keppendur og mótshaldari sáttir að lokum.

Í HR flokki á sunnudeginum heltust svo enn 3 keppendur úr leik, tveir án skýringa og hjá þriðja bilaði ökutæki á leið á keppnis stað svo keppendur voru komnir í 6, veður var mun hagstæðara þó vindur en nokkuð stöðugur og voru aðstæður ágætar, mót hófst á settum tíma og gekk snuðrulaust og lauk heldur fyrr en tímaplan sagði. Keppendur voru að ná ágætis skori m.a. nýtt Íslandsmet sett í HR flokki unglinga Samúel Ingi Jónsson í Markviss skaut á 730 stigum og 25 X. Markviss þakkar keppendum og starfsfólki fyrir gott og drengilegt mót. Nánar á úrslitasíðunni.