Smáþjóðaleikarnir í Andorra hefjast á morgun með setningarathöfn. Keppni hefst svo á þriðjudaginn en dagskrá má sjá hérna. Keppendur flugu til Barcelóna í morgun og fara svo í rútum upp til Andorra. Íslensku keppendurnir í skotfimi eru Ívar Ragnarsson, Jón Þór Sigurðsson, Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir og Jórunn Harðardóttir sem keppa í loftskammbyssu og í loftriffli keppa þær Jórunn Harðardóttir og Íris Eva Einarsdóttir. Magnús Ragnarsson er fararstjóri.
Smáþjóðaleikarnir í Andorra að hefjast
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2025-05-25T12:26:56+00:00May 25th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Smáþjóðaleikarnir í Andorra að hefjast