Erlend mót og úrslit

HM í Kóreu hafið

Heimsmeistaramótið í skotfimi stendur nú yfir í Suður Kóreu. Okkar keppendur hófu keppni í dag. Ásgeir Sigurgeirsson keppti í frjálsri skammbyssu og hafnaði í 58.sæti með 531 stig. Jórunn Harðardóttir keppti í loftskammbyssu og endaði í 97.sæti með 540 stig. Jón Þór Sigurðsson keppti í liggjandi keppni í riffli á 50 metra færi og hafnaði [...]

By |2018-09-04T11:01:21+00:00September 4th, 2018|Erlend mót og úrslit|Comments Off on HM í Kóreu hafið

Norðurlandamótið í Osló um helgina

Norðurlandamótið í skotfimi var haldið í Osló, Noregi um helgina. Ísland sendi nokkra keppendur til leiks. Guðmundur Helgi Christensen keppti í 50 metra liggjandi riffli og lenti þar í 10.sæti með 613,8 stig. Hann keppti einnig í Þrístöðu riffli og lenti þar í 11.sæti með 1,086 stig. Íris Eva Einarsdóttir keppti í Loftriffli og lenti [...]

By |2018-08-26T12:10:38+00:00August 26th, 2018|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Norðurlandamótið í Osló um helgina

EM lokið í Austurríki

Evrópumeistaramótinu í haglabyssu var að ljúka og náði Sigurður Unnar Hauksson bestum árangri okkar keppenda en hann hafnaði í 46.sæti af 70 keppendum með 115 stig (23 24 21 22 25), Hákon Þór Svavarsson endaði með 113 stig (19 24 23 22 25) og Stefán Gísli Örlygsson með 112 stig (23 24 21 24 20). [...]

By |2018-08-10T14:43:57+00:00August 10th, 2018|Erlend mót og úrslit|Comments Off on EM lokið í Austurríki

Evrópumeistaramótið í haglabyssugreinunum hafið í Austurríki

EM í haglabyssu er byrjað í Austurríki. Íslensku keppendurnir héldu utan í morgun en í kvennaflokki er einn keppandi, Helga Jóhannsdóttir en karlarnir eru 3, Stefán Gísli Örlygsson, Hákon Þór Svavarsson  og Sigurður Unnar Hauksson. Þau keppa á fimmtudag og föstudag. Hægt verður að fylgjast með skorinu hérna.  Allir finalar verða sendir út beint og [...]

By |2021-04-15T15:22:25+00:00August 5th, 2018|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Evrópumeistaramótið í haglabyssugreinunum hafið í Austurríki

Nýtt Íslandsmet hjá landsliðinu í Skeet í USA

Okkar menn voru að ljúka keppni á heimsbikarmótinu í Tucson í USA. Sigurður Unnar Hauksson náði heldur betur að rétta úr kútnum eftir slæman fyrsta hring og endaði á 116 stigum í 34.sæti (18-24-25-25-24). Stefán Gísli Örlyggson hafnaði í 37.sæti með 115 stig (24-20-23-23-25) og Hákon Þ. Svavarsson varð í 48.sæti með 113 stig (24-21-22-23-23) [...]

By |2018-07-13T22:26:01+00:00July 13th, 2018|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Nýtt Íslandsmet hjá landsliðinu í Skeet í USA

Ladies Grand Prix-mótið í skeet á Ítalíu

Þrjár íslenskar konur kepptu á hinu árlega "Ladies Grand Prix"-móti í haglabyssugreininni Skeet um helgina. Helga Jóhannsdóttir varð í öðru sæti í A-flokki (LA) með 32 stig/96 í undanrásum (22-16-18-19-21), Dagný H. Hinriksdóttir fékk brons í B-flokki (LB) með 22 stig/81 í undanrásum (17-14-15-17-18) og Guðrún Hjaltalín varð sjötta í B-flokki (LB) með 3 stig/53 [...]

By |2018-07-01T09:25:58+00:00July 1st, 2018|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Ladies Grand Prix-mótið í skeet á Ítalíu

Heimsbikarmótið á Möltu að hefjast

Heimsbikarmótið á Möltu hefst á morgun. Landslið okkar í haglabyssugreininni Skeet hélt utan í morgun. Þeir hefja keppni á föstudaginn og verður hægt að fylgjast með skori þeirra hérna.  Þetta eru þeir Hákon Þ. Svavarsson, Stefán G. Örlygsson og Sigurður U. Hauksson.

By |2018-06-04T16:47:40+00:00June 4th, 2018|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Heimsbikarmótið á Möltu að hefjast

Íslandsmet hjá Jórunni í München í dag

Jórunn Harðardóttir var að ljúka keppni á nýju Íslandsmeti í loftskammbyssu á Heimsbikarmótinu í München í Þýskalandi. Hún hafnaði í 78.sæti af 122 keppendum, en hún náði 560 stigum (92 93 95 94 93  93). Fyrra met hennar var 557 stig sem hún setti á Reykjavíkurleikunum í byrjun árs. Hún keppir svo ásamt Ásgeiri Sigurgeirssyni [...]

By |2018-05-28T13:46:26+00:00May 27th, 2018|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmet hjá Jórunni í München í dag

Ásgeir keppti í dag í Munchen

Ásgeir Sigurgeirsson lauk keppni í dag á Heimsbikarmótinu í München en hann keppti þar í loftskammbyssu. Hann hafnaði í 61.sæti af 135 keppendum. Skorið hjá honum var 572 stig (95 96 95 95 94 97) sem er töluvert frá hans besta en hann á Íslandsmetið í greininni sem er 589 stig. Nánar frá keppninni hérna.

By |2018-05-25T18:51:41+00:00May 25th, 2018|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Ásgeir keppti í dag í Munchen

Ásgeir og Jórunn að hefja keppni í München

Ásgeir Sigurgeirsson keppir á morgun föstudag í loftskammbyssu á Heimsbikarmótinu í München og hefst hans riðill kl. 06:45  að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með honum á þessari slóð. Jórunn Harðardóttir keppir í loftskammbyssu á sunnudaginn og byrjar keppnin kl. 09:15 að íslenskum tíma og hægt að fylgjast með henni hérna.  Þau taka svo [...]

By |2018-05-25T00:00:20+00:00May 25th, 2018|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Ásgeir og Jórunn að hefja keppni í München

Keppni lokið í München

Grand Prix mótinu í München er nú lokið og stóðu okkar keppendur sig alveg ágætlega. Jón Þór Sigurðsson endaði í 50.sæti af 63 keppendum með 617,3 stig (103.5 102.0 103.1 103.5 103.4 101.8) Bára Einarsdóttir hafnaði í 28.sæti af 36 keppendum með 613,7 stig (102.0 102.4 101.8 103.5 101.5 102.5) Keppt var með 22ja kalibera [...]

By |2018-05-23T17:48:28+00:00May 23rd, 2018|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Keppni lokið í München

Jón Þór lauk keppni í Hannover í dag

Jón Þór Sigurðsson hafnaði í 50.sæti af 89 keppendum á mjög öflugu stórmóti í Hannover í Þýskalandi, í 50 metra liggjandi riffli (50m Rifle Prone). Skorið var 612,7 stig sem er langt frá hans besta árangri en Íslandsmet hans er 623,7 stig síðan 2016. Hægt er að skoða úrslitin nánar á þessari slóð.

By |2021-04-15T15:22:25+00:00May 11th, 2018|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór lauk keppni í Hannover í dag
Go to Top