Grand Prix mótinu í München er nú lokið og stóðu okkar keppendur sig alveg ágætlega. Jón Þór Sigurðsson endaði í 50.sæti af 63 keppendum með 617,3 stig (103.5 102.0 103.1 103.5 103.4 101.8)
Bára Einarsdóttir hafnaði í 28.sæti af 36 keppendum með 613,7 stig (102.0 102.4 101.8 103.5 101.5 102.5)

Keppt var með 22ja kalibera rifflum liggjandi á 50 metra færi og var skotið utanhúss.  Þurftu þau því að gera ráð fyrir vindi sem þau þurfa ekki að gera hérlendis, þar sem við keppum ávallt innanhúss. Utanhússaðstaða til keppni í þessari grein er ekki til staðar hérlendis í þeim gæðaflokki sem þyrfti að vera.