Þrjár íslenskar konur kepptu á hinu árlega “Ladies Grand Prix”-móti í haglabyssugreininni Skeet um helgina. Helga Jóhannsdóttir varð í öðru sæti í A-flokki (LA) með 32 stig/96 í undanrásum (22-16-18-19-21), Dagný H. Hinriksdóttir fékk brons í B-flokki (LB) með 22 stig/81 í undanrásum (17-14-15-17-18) og Guðrún Hjaltalín varð sjötta í B-flokki (LB) með 3 stig/53 í undanrásum (12-9-12-12-8).  Siguvegari í A-flokki varð ítalska landsliðskonan Chiara Costa með 50 stig/114 í undanrásum (24-23-22-24-21) og í B-flokki sigraði ítalinn Elisa Germoni með 40 stig/100 í undanrásum (18-20-22-21-19) Mótið var haldið á Ítalíu að þessu sinni. Það var haldið hérlendis árið 2010 og verður haldið hér aftur á næsta ári !!