Norðurlandamótið í skotfimi var haldið í Osló, Noregi um helgina. Ísland sendi nokkra keppendur til leiks. Guðmundur Helgi Christensen keppti í 50 metra liggjandi riffli og lenti þar í 10.sæti með 613,8 stig. Hann keppti einnig í Þrístöðu riffli og lenti þar í 11.sæti með 1,086 stig. Íris Eva Einarsdóttir keppti í Loftriffli og lenti í 10.sæti með 591 stig.

Í haglabyssugreininni skeet varð Guðlaugur Bragi Magnússon í 10.sæti með 112 stig og Jakob Þ. Leifsson í 13.sæti með 107 stig. Í kvennaflokki varð Helga Jóhannsdóttir í 7.sæti með 93 stig og Dagný H. Hinriksdóttir í 8.sæti með 84 stig.

Í blandaðri liðakeppni komust Jakob (69) og Dagný (54) í úrslit með 123 stig og höfnuðu þar í 6.sæti. Árangur þeirra er nýtt Íslandsmet í blandaðri keppni. Þau Guðlaugur (67) og Helga (48) enduðu í 10.sæti með 115 stig.