Ásgeir Sigurgeirsson lauk keppni í dag á Heimsbikarmótinu í München en hann keppti þar í loftskammbyssu. Hann hafnaði í 61.sæti af 135 keppendum. Skorið hjá honum var 572 stig (95 96 95 95 94 97) sem er töluvert frá hans besta en hann á Íslandsmetið í greininni sem er 589 stig. Nánar frá keppninni hérna.