Jón Þór Sigurðsson hafnaði í 50.sæti af 89 keppendum á mjög öflugu stórmóti í Hannover í Þýskalandi, í 50 metra liggjandi riffli (50m Rifle Prone). Skorið var 612,7 stig sem er langt frá hans besta árangri en Íslandsmet hans er 623,7 stig síðan 2016. Hægt er að skoða úrslitin nánar á þessari slóð.