Uncategorized

Íslandsmet í liðakeppni kvenna í dag

Á landsmóti STÍ loftbyssugreinunum sem haldið var í Reykjanesbæ í dag bætti lið SA í loftskammbyssu kvenna eigið Íslandsmet með 1,549 stig. Sveitina skipa Sigríður Láretta Þorgilsdóttir (518), Sóley Þórðardóttir (509) og Þorbjörg Ólafsdóttir (522). Jórunn Harðardóttir úr SR sigraði í loftskammbyssu kvenna með 545 stig, Þorbjörg Ólafsdóttir SA varð önnur með 522 stig og [...]

By |2019-12-07T20:25:39+00:00December 7th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Íslandsmet í liðakeppni kvenna í dag

STÍ er með fjölmennustu sérsamböndunum

Innan ÍSÍ er Skotíþróttasamband Íslands 8.fjölmennasta sérsambandið með 5,491 iðkanda samkvæmt starfsskýrslum ársins 2018. Fjölmennari eru KSÍ, GSÍ, FSÍ, LH, HSÍ, KKÍ og BSÍ. Þessu má þakka frábæru starfi útí héraðssamböndunum og ekki nokkur vafi á því, að við munum eflast enn frekar á komandi árum.

By |2021-04-15T15:22:25+00:00December 5th, 2019|Uncategorized|Comments Off on STÍ er með fjölmennustu sérsamböndunum

Ferðasjóður ÍSÍ, frestur til 13.janúar 2020

Opið er fyrir umsóknir úr Ferðasjóði íþróttafélaga fyrir keppnisferðir innanlands á fyrirfram ákveðin styrkhæf mót ársins 2019. Frestur til að skila inn umsóknum er til miðnættis mánudaginn 13. janúar 2020. Umsóknir eru sendar í gegnum rafrænt umsóknarsvæði sjóðsins sem má finna með því að smella hér. Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um [...]

By |2019-12-02T19:11:54+00:00December 2nd, 2019|Uncategorized|Comments Off on Ferðasjóður ÍSÍ, frestur til 13.janúar 2020

Yfirlýsing frá ISSF um greinaskrif gegn skotfimi á Ólympíuleikum

Margir hafa haft samband við STÍ vegna greinaskrifa Alan Abrahamsson, þar sem hann er að tala niður skotfimi á Ólympíuleikum. Íþróttamannanefnd ISSF hefur nú sent frá sér yfirlýsingu sem tekur af allan vafa í þessu sambandi. Birtum hér yfirlýsinguna óþýdda : On August 17th as chairmen of the Athletes Committee, we sent out an e-mail [...]

By |2019-11-26T09:35:41+00:00November 26th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Yfirlýsing frá ISSF um greinaskrif gegn skotfimi á Ólympíuleikum

Landsmót í 50 metra riffli á Ísafirði

Landsmót STÍ í 50 metra liggjandi riffli fór fram á Ísafirði laugardaginn 16.nóvember s.l. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 613,8 stig, Guðrún Hafberg úr SFK varð önnur meða 567,6 stig og í þriðja sæti Elín Drífa Ólafsdóttir úr SÍ með 511,4 stig. Í karlaflokki sigraði Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 612,7 [...]

By |2019-11-25T07:39:53+00:00November 16th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Landsmót í 50 metra riffli á Ísafirði

Axel Sölvason er látinn

Axel Sölvason, fyrsti formaður Skotíþróttasambands Íslands. og fyrrverandi formaður Skotfélags Reykjavíkur, lést 15. október sl. Axel starfaði lengi vel fyrir skothreyfinguna í margvíslegum málefnum tengdum skotíþróttum. Hann fékk æðsta heiðursmerki Skotíþróttasambandsins fyrir störf sín í þágu skotíþróttarinnar. Einnig var hann sæmdur gullmerki Íþrótta-og Ólympíusambands Íslands. Hann var gerður að heiðursfélaga Skotfélags Reykjavíkur fyrir félagsstörf sín. [...]

By |2021-04-15T15:22:25+00:00October 30th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Axel Sölvason er látinn

Íslandsmeistarar í Compak Sporting í dag

Íslandsmótið í haglabyssugreininni Compak Sporting fór fram á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur  á Álfsnesi um helgina. Í karlaflokki varð Ævar Sveinn Ævarsson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar Íslandsmeistari með 181 stig, annar varð Gunnar Þór Þórarnarson úr Skotfélagi Akureyrar með 177 stig og þriðji varð Stefán Gaukur Rafnsson úr Skotfélagi Akureyrar með 176 stig. Í kvennaflokki varð Ingibjörg [...]

By |2019-08-18T19:27:02+00:00August 18th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Íslandsmeistarar í Compak Sporting í dag

Íslandsmótinu í Skeet á Akureyri lokið

Íslandsmeistaramótið í haglabyssugreininni Skeet fór fram um helgina á Akureyri. Í karlaflokki sigraði Sigurður Unnar Hauksson úr Skotfélagi Reykjavíkur eftir bráðabana við Stefán Gísla Örlygsson úr Skotfélagi Akraness en báðir voru þeir með 52 stig í finalnum. Í þriðja sæti varð Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar. Í unglingaflokki varð Daníel Logi Heiðarsson úr Skotfélagi [...]

By |2019-08-15T08:20:42+00:00August 13th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Íslandsmótinu í Skeet á Akureyri lokið

Smáþjóðaleikarnir í Svartfjallalandi hófust í dag

Smáþjóðaleikarnir í Svartfjallalandi eru hafnir. Ísland á þar keppendur í loftskammbyssu, Ásgeir Sigurgeirsson, Jórunni Harðardóttur og Ívar Ragnarsson. Í loftriffli keppa Íris Eva Einarsdóttir, Jórunn Harðardóttir og Guðmundur Helgi Christensen. Keppni í loftskammbyssu er á fimmtudaginn og í loftriffli á föstudag. Hægt verður að fylgjast með á heimasíðu leikanna hérna.

By |2019-05-28T07:24:06+00:00May 28th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Smáþjóðaleikarnir í Svartfjallalandi hófust í dag

Heimsbikarmótið í München er hafið

Ásgeir Sigurgeirsson keppir á heimsbikarmótinu í München í Þýskalandi á morgun, mánudag. Keppendur eru alls um 162 talsins í loftskammbyssu karla. Hann er í öðrum riðli sem byrjar kl.09:15 og verður hægt að fylgjast með skorinu hérna.   Ásgeir endaði með 572 stig (91+95+94+98+95+99) og hafnaði í 60.sæti af 162 keppendum.

By |2019-05-27T12:09:18+00:00May 26th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Heimsbikarmótið í München er hafið

Íslandsmót í skammbyssugreinum um helgina

Um næstu helgi fara fram tvö Íslandsmót. Á laugardaginn er keppt í Sportskammbyssu í Egilshöllinni í Grafarvogi og á sunnudaginn í Grófri skammbyssu í Digranesi í Kópavogi. Nánar um mótin á heimasíðum félaganna, Skotfélags Reykjavíkur og Skotíþróttafélags Kópavogs

By |2019-04-24T07:32:40+00:00April 24th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Íslandsmót í skammbyssugreinum um helgina

Heimsbikarmótinu í Al Ain lokið

Heimsbikarmótinu í Al Ain í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum er nú lokið. Okkar keppendur voru ekki að ná sínu besta í hitanum en stóðu sig samt með ágætum. Sigurður Unnar Hauksson var með 111 stig (24-23-19-22-23) í 109.sæti, Stefán Gísli Örlygsson með 110 stig (22-23-24-22-19) í 99.sæti og Hákon Þór Svavarsson með 109 stig (21-24-18-23-23) í [...]

By |2019-04-24T07:27:54+00:00April 14th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Heimsbikarmótinu í Al Ain lokið

Skotíþróttaþing var haldið í dag

Ársþing Skotíþróttasambandsins var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag. Fulltrúar tíu aðildarfélaga STí sóttu þingið. Stjórn sambandsins helst óbreytt en engin mótframboð komu gegn sitjandi stjórn en kosið var um formann og þrjá stjórnarmenn. Formaður er áfram Halldór Axelsson. Aðrir í stjórn eru Jórunn Harðardóttir, Kjartan Friðriksson, Guðmundur Kr. Gíslason, Ómar Ö.Jónsson, Helga Jóhannsdóttir [...]

By |2019-04-13T17:19:33+00:00April 13th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Skotíþróttaþing var haldið í dag

Dagurinn “Play True Day” 10.apríl ár hvert

Dagurinn „Play True Day“ er haldinn 10. apríl ár hvert og er dagur tileinkaður hreinum íþróttum. Honum er ætlað að auka vitundarvakningu meðal íþróttafólks, íþróttasambanda, yfirvalda og annarra sem tengjast íþróttum um baráttuna gegn lyfjamisnotkun. Frumkvæðið og hugmyndina að þessum degi eiga 17 lönd í S-Ameríku eftir að hafa sótt fræðsluráðstefnu WADA (World Anti-Doping Agency) [...]

By |2021-04-15T15:22:25+00:00April 10th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Dagurinn “Play True Day” 10.apríl ár hvert

Íslandsmót í loftriffli í dag

Íslandsmótið í Loftriffli fór fram í Egilshöllinni í dag. Íslandsmeistari í karlaflokki varð Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 590,6, annar varð Róbert V. Ryan úr Skotfélagi Reykjavíkur með 560,9 stig og í þriðja sæti Þórir S. Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 550,7 stig. Í kvennaflokki varð Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari [...]

By |2019-04-07T19:52:07+00:00April 7th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Íslandsmót í loftriffli í dag

Íslandsmót í loftskammbyssu í dag

Íslandsmótið í loftskammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð Íslandsmeistari í karlaflokki með 580 stig, annar varð Ívar Ragnarsson, Skotíþróttafélagi Kópavogs, með 565 stig og í þriðja sæti Ingvar Bremnes úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 529 stig.  Í liðakeppni sigraði A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,591 stig, önnur varð sveit Skotíþróttafélags [...]

By |2019-04-06T19:15:28+00:00April 6th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Íslandsmót í loftskammbyssu í dag

Keppni lokið í Mexíkó

Okkar keppendur í haglabyssugreininni Skeet hafa nú lokið keppni á hemsbikarmótinu í Acapulco í Mexíkó. Hákon Þór Svavarsson varð í 56.sæti af 95 keppendum með 115 stig (21 22 24 23 25), Sigurður Unnar Hauksson hafnaði í 80.sæti með 111 stig (23 23 22 20 23) og Stefán Gísli Örlygsson í 94.sæti með 105 stig [...]

By |2019-03-25T21:10:29+00:00March 25th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Keppni lokið í Mexíkó

Heimsbikarmótið í Mexíkó

Heimsbikarmótið í Acapulco í Mexíkó stendur nú yfir. Okkar keppendur í Skeet hófu keppni í dag og skutu fyrstu tvo hringina. Sigurður Unnar Hauksson með 23 + 23, Hákon Þór Svarsson með 21 + 22 og Stefán Gísli Örlygsson með 21 + 19. Keppnin heldur áfram á morgun.

By |2019-03-24T22:26:43+00:00March 24th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Heimsbikarmótið í Mexíkó
Go to Top