Íslandsmet í liðakeppni kvenna í dag
Á landsmóti STÍ loftbyssugreinunum sem haldið var í Reykjanesbæ í dag bætti lið SA í loftskammbyssu kvenna eigið Íslandsmet með 1,549 stig. Sveitina skipa Sigríður Láretta Þorgilsdóttir (518), Sóley Þórðardóttir (509) og Þorbjörg Ólafsdóttir (522). Jórunn Harðardóttir úr SR sigraði í loftskammbyssu kvenna með 545 stig, Þorbjörg Ólafsdóttir SA varð önnur með 522 stig og [...]