Smáþjóðaleikarnir í Svartfjallalandi eru hafnir. Ísland á þar keppendur í loftskammbyssu, Ásgeir Sigurgeirsson, Jórunni Harðardóttur og Ívar Ragnarsson. Í loftriffli keppa Íris Eva Einarsdóttir, Jórunn Harðardóttir og Guðmundur Helgi Christensen. Keppni í loftskammbyssu er á fimmtudaginn og í loftriffli á föstudag. Hægt verður að fylgjast með á heimasíðu leikanna hérna.