Heimsbikarmótinu í Al Ain í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum er nú lokið. Okkar keppendur voru ekki að ná sínu besta í hitanum en stóðu sig samt með ágætum. Sigurður Unnar Hauksson var með 111 stig (24-23-19-22-23) í 109.sæti, Stefán Gísli Örlygsson með 110 stig (22-23-24-22-19) í 99.sæti og Hákon Þór Svavarsson með 109 stig (21-24-18-23-23) í 102.sæti. Keppendur voru alls 125.