Ásgeir Sigurgeirsson keppir á heimsbikarmótinu í München í Þýskalandi á morgun, mánudag. Keppendur eru alls um 162 talsins í loftskammbyssu karla. Hann er í öðrum riðli sem byrjar kl.09:15 og verður hægt að fylgjast með skorinu hérna.  

Ásgeir endaði með 572 stig (91+95+94+98+95+99) og hafnaði í 60.sæti af 162 keppendum.