Ársþing Skotíþróttasambandsins var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag. Fulltrúar tíu aðildarfélaga STí sóttu þingið. Stjórn sambandsins helst óbreytt en engin mótframboð komu gegn sitjandi stjórn en kosið var um formann og þrjá stjórnarmenn. Formaður er áfram Halldór Axelsson. Aðrir í stjórn eru Jórunn Harðardóttir, Kjartan Friðriksson, Guðmundur Kr. Gíslason, Ómar Ö.Jónsson, Helga Jóhannsdóttir og Kristvin Ómar Jónsson. Reikningar sambandsins voru samþykktir einróma og var afkoma eftir áætlunum og lítur afar vel út með komandi ár. Ein lagabreyting var samþykkt eftir tölvuerðar umræður og þurfa nú væntanlegir frambjóðendur að njóta stuðnings síns skotíþróttafélags til að geta boðið sig fram til stjórnarstarfa. Kosið var í fjölda nefnda. Hafsteinn Pálsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ flutti þingheimi góð orð og var gerður góður rómur að ræðu hans. Jón S. Ólason var þingforseti og hafði hann góða stjórn á fundarmönnum.