Axel Sölvason, fyrsti formaður Skotíþróttasambands Íslands. og fyrrverandi formaður Skotfélags Reykjavíkur, lést 15. október sl.
Axel starfaði lengi vel fyrir skothreyfinguna í margvíslegum málefnum tengdum skotíþróttum. Hann fékk æðsta heiðursmerki Skotíþróttasambandsins fyrir störf sín í þágu skotíþróttarinnar. Einnig var hann sæmdur gullmerki Íþrótta-og Ólympíusambands Íslands. Hann var gerður að heiðursfélaga Skotfélags Reykjavíkur fyrir félagsstörf sín. Axel er eini íslendingurinn sem hafði A-réttindi í dómgæslu skotíþrótta og hafði m.a réttindi til að dæma á stærstu mótum á erlendri grund.
Axel keppti í skotíþróttum hér heima og erlendis á sínum yngri árum og starfaði í kjölfarið lengi vel við dómgæslu á hinum ýmsu skotmótum hér heima í fjölmörgum skotgreinum.
Stjórn Skotíþróttasambands Íslands þakkar Axel Sölvasyni samstarfið á liðnum árum og sendir fjölskyldu hans samúðarkveðjur sínar.
Útförin fer fram miðvikudaginn 30. október nk. í Lindakirkju Kópavogi kl 11:00.