By Guðmundur Kr. Gíslasson|2023-12-27T12:15:10+00:00December 24th, 2023|Uncategorized|Comments Off on Gleðilega hátíð
Paralympic dagurinn í Laugardalshöll í dag
STÍ tók þátt í Paralympic deginum sem var haldinn í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal laugardaginn 2. desember. Mikil stemning var í höllinni og komu mjög margir að prófa aðstöðuna sem var sett upp með laserbyssum og -rifflum. Mikil ánægja var með þátttöku STÍ deginum svo að við mætum kát að ári!
Ísfirðingar sigursælir á Landsmótinu í Egilshöll í dag.
Á Landsmóti STÍ í 50 metra liggjandi riffilkeppninni í morgun sigraði Guðmundur Valdimarsson úr SÍ með 609,4 stig, Valur Richter einnig úr SÍ varð annar með 608,4 stig og í þriðja sæti hafnaði Jórunn Harðardóttir úr SR með 607,2 stig. Karen Rós Valsdóttir hlaut gullið í unglingaflokki með 503,3 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit Skotíþróttafélags [...]
Ráðstefnan Vinnum Gullið 20.nóvember kl.9-16
Mennta- og barnamálaráðuneytið, í samstarfi við ÍSÍ, UMFÍ og Samband íslenskra sveitarfélaga, boðar til ráðstefnunnar Vinnum gullið – ný stefna í afreksíþróttum á Íslandi mánudaginn 20. nóvember kl. 9-16 í Gullteig á Grand Hótel Reykjavík og í streymi. Á ráðstefnunni verða kynnt áform um eflingu afreksíþróttastarfs á Íslandi með bættri aðstöðu, stuðningi og réttindum fyrir [...]
Fundur um málefni Benchrest á Íslandi
Stjórn STÍ hefur boðað fund með fulltrúum aðildarfélaganna sem hafa Benchrest á dagskrá hjá sér. Fundurinn verður haldinn laugardaginn 21.október n.k. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Bréf hefur verið sent félögunum þar sem nánar er fjallað um dagskrá og tímasetningar. Hverju félagi gefst kostur á að senda tvo fulltrúa hverju á þennan fund.
Jóhannes Frank kjörinn ritari alþjóðasamtakanna WBSF
Á aðalfundi alþjóðasamtakanna WBSF, World Benchrest Shooting Federation, sem haldinn var í Frakklandi í lok september var Jóhannes Frank Jóhannesson kjörinn ritari samtakanna. Jói er vel að þessu kominn og óskum við honum velfarnaðar í störfum sínum fyrir okkar hönd.
Nýjar upplýsingar frá WADA, Alþjóða Lyfjastofnunin
Alþjóða lyfjastofnunin hefur gefið út nýjar upplýsingar um lyf í íþróttum sem íþróttafólki ber að kynna sér. Slóðin að þessum upplýsingum er þessi.
Jóhannes Frank Íslandsmeistari í Bench Rest
Jóhannes Frank Jóhannesson úr SK varð Íslandsmeistari í riffilgreininni Bench Rest Skori sem haldið var á Húsavík 2.-3.september 2023. Hann endaði með 490/20x stig, annar varð Finnur Steingrímsson úr SA með 488/15 stig og í þriðja sæti hafnaði Arnar Oddsson úr SA með 486/17x stig. Keppt var á tveimur færum 100 og 200 metrum, og [...]
Þjálfaramenntun ÍSÍ – Haustönn
Við hvetjum öll aðildarfélög STÍ til að taka þátt í þessu verkefni hjá ÍSÍ: "Haustfjarnám 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ hefst mánudaginn 25. sept. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar [...]
Ný reglugerð um dómaramál STÍ var birt í dag
Stjórn STÍ samþykkti á fundi sínum í dag nýja reglugerð um dómaramál. Drög að henni voru kynnt á síðasta Skotþingi en kemur nú út í fínpússaðri mynd, Gefin er aðlögunartími til 1.ágúst 2025 fyrir félögin til að uppfylla kröfur sem þar eru gerðar til þeirra. Formaður dómaranefndar STÍ, Magnús Ragnarsson, svarar öllum fyrirspurnum um atriði [...]
Sumarfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun
Sumarfjarnám 1. og 2. stigs ÍSÍ hefst mánudaginn 12. júní. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Athugið að sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. Skráning fer fram á Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/isi Nemendur [...]
Ársþing ÍSÍ var haldið um helgina
Íþróttaþing ÍSÍ var haldið að Ásvöllum í Hafnarfirði um helgina. Ný stjórn var kjörin og ýmsar ályktanir gerðar. Lesa má nánar um gang mála á heimasíðu ÍSÍ hérna.
Jón Þór Íslandsmeistari í Sport skammbyssu
Íslandsmótið í Sport skammbyssu fór fram í Kópavogi um síðustu helgi. Jón Þór Sigurðsson úr SFK varð Íslandsmeistari með 564 stig, Ívar Ragnarsson úr SFK varð annar með 557 stig og Jón Árni Þórisson úr SR þriðji með 515 stig. Nánar á úrslitasíðunni.
Ársþing Skotíþróttasambandsins fór fram í dag
Skotþing 2023, ársþing STÍ, var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag. Mættir voru 36 fulltrúar frá 9 af 15 aðildarsamböndum STÍ. Fundarstjóri var Jón S. Ólason fyrrverandi formaður STÍ og ritari þingsins var Kjartan Friðriksson, fyrrverandi ritari stjórnar. Ný stjórn sambandsins er nú skipuð þannig að Halldór Axelsson var endurkjörinn formaður til næstu 2ja [...]
SKOTÞING 2023 gögn komin á netið
Nú eru tvær vikur í Skotþingið þann 22.apríl n.k. Hægt er að nálgast þær tillögur sem höfðu borist 3 vikum fyrir þing á þessari síðu. Eins eru framboð til stjórnar birt en sjálfkjörið er í stjórn samkvæmt framboðum sem komu inn og eru studdar af stjórnum viðkomandi félaga. Frekari gögnum verður bætt við eftir því [...]
Smáþjóðaleikarnir verða á Möltu 2023
Smáþjóðaleikarnir verða haldnir á Möltu dagana 29.maí til 3.júní. Í skotfimi verður keppt í haglabyssu Skeet, loftskammbyssu og loftriffli. Það fer eftir lokaskráningum hvernig skipting milli kynja verður í þessum greinum. Við munum hinsvegar hefja valferlið nú þegar en pláss er fyrir tvo keppendur í hverri grein, af hvoru kyni. Fararstjóri STÍ verður Ómar Örn [...]
SKOTÞING 2023 verður haldið laugardaginn 22.apríl
Þing Skotíþróttasambands Íslands, SKOTÞING 2023, verður haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, laugardaginn 22.apríl n.k.
Skotíþróttasambandið það sjöunda fjölmennasta innan ÍSÍ
Samkvæmt tölfræði ÍSÍ vegna ársins 2021 er Skotíþróttasamband Íslands í sjöunda sæti yfir fjölmennustu sérsambönd innan ÍSÍ, með 5.614 (4%) skráða iðkendur af alls 139.207 iðkendum. HSí er með 7.356 (5%), KKÍ 8.119 (6%), LH 12.151 (9%), FSÍ 14.264 (10%), GSÍ 23.149 (17%) og KSÍ 28.285 (20%).
Skotíþróttafólk ársins 2022
Stjórn STÍ hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttafólk ársins 2022: Í karlaflokki Hákon Þór Svavarsson (44 ára) úr Skotíþróttafélagi Suðurlands Hákon varð Norðurlandameistari í haglabyssu á NM í sumar. Hann tryggði sér þátttökurétt á Evrópuleikunum í Krakow í Póllandi á næsta ári, með frábærum árangri á Evrópumeistaramótinu á Kýpur, þar sem hann hafnaði í 13.sæti. Hann [...]
Jórunn jafnaði Íslandsmetið í Loftskammbyssu
Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur jafnaði í dag eigið Íslandsmet, 560 stig, í Loftskammbyssu á Landsmóti STÍ sem haldið var í Egilshöllinni í dag. Silfrið í kvennaflokki hlaut Aðalheiður L. Guðmundsdóttir úr SSS með 537 stig. Í karlaflokki sigraði Guðmundur A. Hjartarson úr SK með 509 stig, Hannes H. Gilbert úr SFK varð annar með [...]