Nýjar sóttvarnarreglur frá ÍSÍ

Frá ÍSÍ Til sambandsaðila Reykjavík, 29. ágúst 2021 Sæl öll! Sendur var út tölvupóstur frá okkur á föstudaginn síðastliðinn, með upplýsingum um nýja reglugerð heilbrigðisráðherra. Síðan þá hefur reglugerðinni verið breytt og varðar breytingin grímunotkun í áhorfendasvæðum. Grímuskylda gildir enn í áhorfendasvæðum á íþróttaviðburðum innanhúss en grímuskylda á viðburðum utanhúss fellur niður. Eftirfarandi eru því [...]

By |2021-08-29T19:29:52+00:00August 29th, 2021|Uncategorized|Comments Off on Nýjar sóttvarnarreglur frá ÍSÍ

Líney Rut lætur af störfum

Á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ í gær var upplýst að Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri mun láta af störfum sem framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands 1. október nk. Líney Rut, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra ÍSÍ í 14 ár og á um 20 ára starfsferil hjá sambandinu, mun áfram starfa fyrir ÍSÍ í öðrum verkefnum en hún [...]

By |2021-08-27T10:32:32+00:00August 27th, 2021|Uncategorized|Comments Off on Líney Rut lætur af störfum

SKOTÞING 2021

SKOTÞING 2021 verður haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, laugardaginn 18.september í E-sal á 3.hæð og hefst það að venju kl.11:00. Um dagskrá þingsins er fjallað í lögum sambandsins sem eru aðgengileg hérna. Þingboðið er hérna og Kjörbréfið sem Héraðssamband aðildarfélaganna eða Íþróttabandalag þarf að útfylla og senda til stjórnar er hérna. Bréfin hafa verið send [...]

By |2021-08-17T10:46:04+00:00August 17th, 2021|Uncategorized|Comments Off on SKOTÞING 2021

Sóttvarnarreglur STÍ og ÍSÍ

Rétt að minna félögin á að sóttvarnarreglurnar sem félög innan STÍ þurfa að fylgja eru aðgengilegar hérna.  Á heimasíðu Sóttvarnarlæknis og Almannavarna má finna allar upplýsingar um faraldurinn.

By |2021-08-13T15:22:09+00:00August 13th, 2021|Uncategorized|Comments Off on Sóttvarnarreglur STÍ og ÍSÍ

Frá ÍSÍ vegna nýrra Covid reglna

Frá ÍSÍ: Hraðvaxandi fjölgun COVID-19 smita í samfélaginu undanfarna daga hefur nú haft þær afleiðingar að stjórnvöld hafa neyðst til að herða sóttvarnir og setja á ný takmarkanir á samkomur. Ný reglugerð heilbrigðisráðherra þar að lútandi tekur gildi sunnudaginn 25. júlí nk. og gildir til og með 13. ágúst nk. Vonast er til að hertar [...]

By |2021-07-24T17:22:13+00:00July 24th, 2021|Uncategorized|Comments Off on Frá ÍSÍ vegna nýrra Covid reglna

Móttaka á Bessastöðum

Forseti íslands Guðni Th. Jóhannesson og forsetafrú Eliza Jean Reid buðu Ólympíuförum og formönnum þeirra sambanda í móttöku til Bessastaða til hvatningar fyrir leikana sem hefjast 24 júlí næstkomandi. Ásgeir Sigurgeirsson keppir fyrstur Íslendinga þann 24. í Loftskammbyssu.

By |2021-07-24T10:24:58+00:00July 13th, 2021|Uncategorized|Comments Off on Móttaka á Bessastöðum

Ásgeir Sigurgeirsson kominn með keppnisrétt á ÓL í Tókýó

Ásgeir Sigurgeirsson, skotíþróttamaður, hefur unnið sér inn kvótapláss á Ólympíuleikana í Tókýó í loftskammbyssukeppni karla. Alþjóðaskotíþróttasambandið hefur lokið úthlutun á kvótasætum og hlaut Ísland kvótapláss í loftskammbyssukeppni karla. Ásgeir hefur áður keppt á leikunum en hann keppti á Ólympíuleikunum í London 2012, þá bæði í frjálsri skammbyssu og loftskammbyssu. Keppt verður í greininni fyrsta keppnisdag [...]

By |2021-06-22T21:44:36+00:00June 22nd, 2021|Uncategorized|Comments Off on Ásgeir Sigurgeirsson kominn með keppnisrétt á ÓL í Tókýó

Bréf frá ÍSÍ um kynbundið ofbeldi

Sérsambönd ÍSÍ Héraðssambönd og íþróttabandalög Íþróttafélög og deildir þeirra Reykjavík, 3.júní 2021 Efni: #metoo/#églíka Kæru félagar! Á undanförnum vikum hefur umræða um kynbundið ofbeldi blossað upp á ný. Þolendur stíga fram, skila skömminni á réttan stað og krefjast breytinga í samfélaginu. Líkt og í fyrri bylgju #metoo/#églíka hafa komið upp á yfirborðið frásagnir af kynferðisbrotum [...]

By |2021-06-03T16:37:55+00:00June 3rd, 2021|Uncategorized|Comments Off on Bréf frá ÍSÍ um kynbundið ofbeldi
Go to Top