Almannaheillafélög
Hvetjum aðildarfélög okkar til að kynna sér þetta mjög vel : https://isi.is/fraedsla/skraning-almannaheillafelaga/
Hvetjum aðildarfélög okkar til að kynna sér þetta mjög vel : https://isi.is/fraedsla/skraning-almannaheillafelaga/
Aðalfundur Skotdeildar Keflavíkur fór fram í gærkvöldi og mættu 71 félagsmaður á fundinn. Bjarni Sigurðsson var endurkjörinn formaður SK en tveir voru í framboði. Nánar má lesa um fundinn hérna.
Vorfjarnám ÍSÍ hefst mánudaginn 5. febrúar nk og verður í boði að taka 1. og 2. stig þjálfaramenntunar ÍSÍ. Fyrsta stigið tekur átta vikur en annað stigið tekur fimm vikur. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. Skráning á Abler: www.abler.io/shop/isi Skráningarfrestur [...]
Hákon Þór Svavarsson, haglabyssuskytta úr Skotíþróttafélagi Suðurlands er í 8 manna Ólympíuhóp ÍSÍ.. nánar má lesa um hópinn á fréttasíðu ÍSÍ hérna.
Skotþróttamenn ársins 2023 þau Jórunn Harðardóttir og Jón Þór Sigurðsson fengu afhentar viðurkenningar sínar í kvöld. Það var gert samhliða vali á Íþróttamanni Ársins í hófi sem ÍSÍ og samtök íþróttafréttamanna standa árlega fyrir. Var það haldið að þessu sinni á Hilton Nordica.
Stjórn STÍ hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttafólk ársins 2023: Í karlaflokki Jón Þór Sigurðsson (41 árs) úr Skotíþróttafélagi Kópavogs Jón varð í 8.sæti í keppni með riffli á 50 metra færi og í 14.sæti í keppni með riffli á 300 metra færi, á Heimsmeistaramótinu í Bakú í Azerbaijan. Hann sigraði á Alþjóðamóti í Hannover í [...]
STÍ tók þátt í Paralympic deginum sem var haldinn í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal laugardaginn 2. desember. Mikil stemning var í höllinni og komu mjög margir að prófa aðstöðuna sem var sett upp með laserbyssum og -rifflum. Mikil ánægja var með þátttöku STÍ deginum svo að við mætum kát að ári!
Á Landsmóti STÍ í 50 metra liggjandi riffilkeppninni í morgun sigraði Guðmundur Valdimarsson úr SÍ með 609,4 stig, Valur Richter einnig úr SÍ varð annar með 608,4 stig og í þriðja sæti hafnaði Jórunn Harðardóttir úr SR með 607,2 stig. Karen Rós Valsdóttir hlaut gullið í unglingaflokki með 503,3 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit Skotíþróttafélags [...]
Mennta- og barnamálaráðuneytið, í samstarfi við ÍSÍ, UMFÍ og Samband íslenskra sveitarfélaga, boðar til ráðstefnunnar Vinnum gullið – ný stefna í afreksíþróttum á Íslandi mánudaginn 20. nóvember kl. 9-16 í Gullteig á Grand Hótel Reykjavík og í streymi. Á ráðstefnunni verða kynnt áform um eflingu afreksíþróttastarfs á Íslandi með bættri aðstöðu, stuðningi og réttindum fyrir [...]