STÍ tók þátt í Paralympic deginum sem var haldinn í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal laugardaginn 2. desember. Mikil stemning var í höllinni og komu mjög margir að prófa aðstöðuna sem var sett upp með laserbyssum og -rifflum. Mikil ánægja var með þátttöku STÍ deginum svo að við mætum kát að ári!