Jóhannes Frank Jóhannesson úr SK varð Íslandsmeistari í riffilgreininni Bench Rest Skori sem haldið var á Húsavík 2.-3.september 2023. Hann endaði með 490/20x stig, annar varð Finnur Steingrímsson úr SA með 488/15 stig og í þriðja sæti hafnaði Arnar Oddsson úr SA með 486/17x stig. Keppt var á tveimur færum 100 og 200 metrum, og samanlagður árangur beggja færa lagður saman. Nánari skor á úrslitasíðunni. Skemmtilegt myndband unnið af Hjalta Stefánssyni um mótið má nálgast hérna.