Á Landsmóti STÍ í 50 metra liggjandi riffilkeppninni í morgun sigraði Guðmundur Valdimarsson úr SÍ með 609,4 stig, Valur Richter einnig úr SÍ varð annar með 608,4 stig og í þriðja sæti hafnaði Jórunn Harðardóttir úr SR með 607,2 stig. Karen Rós Valsdóttir hlaut gullið í unglingaflokki með 503,3 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar með 1820,9 stig og sveit Skotfélags Reykjavíkur hlaut silfrið með 1808,9 stig. Myndir frá mótinu eru hérna.  

Nánari úrslit á úrslitasíðunni.