Á aðalfundi alþjóðasamtakanna WBSF, World Benchrest Shooting Federation, sem haldinn var í Frakklandi í lok september var Jóhannes Frank Jóhannesson kjörinn ritari samtakanna. Jói er vel að þessu kominn og óskum við honum velfarnaðar í störfum sínum fyrir okkar hönd.