Stjórn STÍ hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttafólk ársins 2023:

Í karlaflokki  Jón Þór Sigurðsson (41 árs) úr Skotíþróttafélagi Kópavogs

Jón varð í 8.sæti í keppni með riffli á 50 metra færi og í 14.sæti í keppni með riffli á 300 metra færi, á Heimsmeistaramótinu í Bakú í Azerbaijan. Hann sigraði á Alþjóðamóti í Hannover í Þýskalandi í 50 metra riffli, varð í öðru sæti á Evrópumótaröðinni í Sviss og tvíbætti þar Íslandsmetið í 300 metra riffli. Hann varð einnig Íslandsmeistari í Sportskammbyssu. Er í 5.sæti yfir bestu 300 metra riffilskytturnar í Evrópu.

Í kvennaflokki Jórunn Harðardóttir (55 ára) úr Skotfélagi Reykjavíkur

Jórunn sigraði í keppni með Loftriffli á Reykjavíkurleikunum í vor. Hún varð einnig Íslandsmeistari í þremur greinum á árinu, í keppni með Riffli í liggjandi stöðu, í Loftriffli auk þess í keppni með Loftskammbyssu. Hún komst í úrslit á Smáþjóðaleikunum á Möltu í bæði Loftskammbyssu sem og Loftriffli en náði ekki verðlaunasæti að þessu sinni.