Uncategorized

Íslenska liðið lauk keppni á EM í dag

Íslenska liðið í skeet lauk keppni á Evrópumeistaramótinu í dag. Það hafnaði í 14.sæti með 200 stig og skiptist skorið þannig að Hákon var með 72 stig (24-24-24), Pétur með 64 stig (19-24-21) og Stefán 64 stig (23-22-19)

By |2022-09-12T07:57:36+00:00September 11th, 2022|Uncategorized|Comments Off on Íslenska liðið lauk keppni á EM í dag

Frá skotfélaginu á Blönduósi

Frá Markviss Í ljósi þeirra skelfilegu atburða sem hafa átt sér stað í okkar friðsæla samfélagi  vill stjórn Skotfélagsins Markviss votta öllum sem eiga um sárt að binda sína dýpstu meðaumkun og samúð. Eins og komið hefur fram var gerandi skotáhugamaður og keppandi í skotíþróttum á árum áður og keppti fyrir hönd Markviss og gengdi [...]

By |2022-08-22T07:27:09+00:00August 22nd, 2022|Uncategorized|Comments Off on Frá skotfélaginu á Blönduósi

Íslandsmótið i Benchrest á Húsavík

Íslandsmótinu í Bench rest lauk í dag á Húsavík. Íslandsmeistari varð Jóhannes Frank Jóhannesson úr Skotdeild Keflavíkur, Kristbjörn Tryggvason úr Skotfélagi Akureyrar varð annar og þriðji, Egill þór Ragnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur. Nánar á úrslitasíðu STÍ, www.sti.is

By |2022-08-15T13:09:01+00:00August 14th, 2022|Uncategorized|Comments Off on Íslandsmótið i Benchrest á Húsavík

Compak sporting á Akureyri um helgina

Skotfélag Akureyrar hélt eins dags mót í Compak Sporting, Arctic Open, á laugardaginn. Sigurvegari varð Wimol Sudee úr SÍN með 93/100 stig, annar varð Guðni Þorri Helgason úr SR með 91 stig og í þriðja sæti Bragi Óskarsson úr SA með 90 stig. Nánar á úrslitasíðunni.

By |2022-06-20T07:45:20+00:00June 20th, 2022|Uncategorized|Comments Off on Compak sporting á Akureyri um helgina

Skotíþróttafólk ársins heiðrað í dag af ÍSÍ

Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands hélt í dag hóf þar sem íþróttafólki sérsambandanna voru afhentar viðurkenningar sínar en það hafði tafist vegna Covid stöðunnar í desember. Hérna má lesa um afrek íþróttafólksins og myndir frá viðburðinum eru hérna.  Frétt ÍSÍ má einnig nálgast hérna.  

By |2022-04-13T09:36:14+00:00April 8th, 2022|Uncategorized|Comments Off on Skotíþróttafólk ársins heiðrað í dag af ÍSÍ

Ályktun Skotíþróttaþings vegna skotsvæða í Reykjavík

Hér má sjá ályktun sem gerð var á Skotíþróttaþinginu um helgina. Hún hefur verið send til fjölmiðla.

By |2022-04-06T20:30:17+00:00April 6th, 2022|Uncategorized|Comments Off on Ályktun Skotíþróttaþings vegna skotsvæða í Reykjavík

SKOTÞING 2022 haldið í dag

44.ársþing Skotíþróttasambands Íslands var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal um helgina. Mættir voru um 50 fulltrúar skotíþróttafélaga allsstaðar að af landinu. Samþykktar voru lagabreytingar og kynntar fyrirhugaðar breytingar á reglugerðum sambandsins. Skýrsla stjórnar er aðgengileg hérna. Eins voru samþykktar ályktanir um þjálfaramál, dómaramál og eins áskorun til borgaryfirvalda í Reykjavík um skotvallarmál. Sjórn STÍ var [...]

By |2022-04-13T11:30:48+00:00April 2nd, 2022|Uncategorized|Comments Off on SKOTÞING 2022 haldið í dag

Frá ÍSÍ

Til sambandsaðila ÍSÍ Reykjavík, 8. mars 2022  Kæru félagar, Íþróttahreyfingin er stærsta fjöldahreyfing landsins og fjölmörg ólík mál koma upp á hverjum degi sem við þurfum að glíma við og reyna að leysa. Eins og öllum er ljóst þá geisar hörmulegt stríð í miðri Evrópu og fer það ekki framhjá neinum. Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands [...]

By |2022-03-08T14:09:10+00:00March 8th, 2022|Uncategorized|Comments Off on Frá ÍSÍ

Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands tekur undir ályktun Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC)

Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) fordæmir harðlega árásir Rússa á Úkraínu og vottar úkraínsku þjóðinni sína dýpstu samúð og stuðning sem og öllum þeim sem verða fyrir áhrifum þessara hræðilegu átaka. ÍSÍ tekur undir og styður jafnframt ályktun Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) sem gefin var út fyrr í vikunni (IOC EB recommends no participation of Russian [...]

By |2022-03-02T11:16:01+00:00March 2nd, 2022|Uncategorized|Comments Off on Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands tekur undir ályktun Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC)

Skotþing 2.apríl 2022

Ársþing Skotíþróttasambandsins verður haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal laugardaginn 2.apríl 2022, í sal E á þriðju hæðinni og hefst það kl.11:00. Kjörbréf og þingboð hefur verið sent sambandsaðilum, sem eru héraðssamböndin og íþróttabandalögin, og er þar að finna meðal annars fjölda þingfulltrúa hvers sambands.

By |2022-03-01T13:36:39+00:00March 1st, 2022|Uncategorized|Comments Off on Skotþing 2.apríl 2022

Jórunn og Guðmundur Helgi sigruðu á Ísafirði í Þrístöðuriffli

Jórunn Harðardóttir og Guðmundur Helgi Christensen, bæði úr Skotfélagi Reykjavíkur, sigruðu á landsmóti STÍ á Ísafirði í dag. Nánari úrslit á úrslitasíðunni

By |2022-02-21T11:41:23+00:00February 20th, 2022|Uncategorized|Comments Off on Jórunn og Guðmundur Helgi sigruðu á Ísafirði í Þrístöðuriffli

COVID-reglur aðildarfélaga STÍ eru uppfærðar

Að vanda hafa COVID reglurnar verið uppfærðar samkvæmt nýjustu gögnum frá yfirvöldum og eru þær aðgengilegar undir liðnum Lög og Reglur

By |2022-01-28T18:39:56+00:00January 28th, 2022|Uncategorized|Comments Off on COVID-reglur aðildarfélaga STÍ eru uppfærðar

Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir 5.-6.febrúar 2022

Reykjavík International Games - Skotfimin á REYKJAVÍKURLEIKUNUM 2022 verður helgina 5.-6. febrúar í Egilshöllinni í Grafarvogi. Keppt verður á laugardeginum í loftskammbyssu og á sunnudeginum í loftriffli. Keppt er í OPNUM flokkum að vanda og hefst keppnin kl. 10:00 báða dagana. Skráningu lýkur föstudaginn 28.janúar kl.18:00 og skal senda hana á sr@sr.is Keppnisgjald er kr. [...]

By |2022-01-17T14:47:45+00:00January 17th, 2022|Uncategorized|Comments Off on Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir 5.-6.febrúar 2022

Andri Stefánsson ráðinn framkvæmdastjóri ÍSÍ

Til sambandsaðila ÍSÍ Reykjavík, 21. desember 2021  Sæl öll,  Með pósti þessum viljum við tilkynna ykkur að Andri Stefánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Andri tekur við starfinu af Líneyju Rut Halldórsdóttur sem lét af störfum fyrr á þessu ári. Andri er 49 ára íþróttafræðingur með meistaragráðu í íþróttastjórnun og hefur starfað [...]

By |2021-12-21T14:31:45+00:00December 21st, 2021|Uncategorized|Comments Off on Andri Stefánsson ráðinn framkvæmdastjóri ÍSÍ

Tvö Íslandsmet féllu á Landsmótinu í 50m riffli í dag

Á Landsmóti STÍ í 50 metra liggjandi riffli (prone) féllu tvö Íslandsmet. Fyrst í karlaflokki þar sem Jón Þór Sigurðsson úr SFK sigraði með 624,3 stig og síðar í Unglingaflokki kvenna þar sem Viktoría Erla Bjarnarson úr SR sigraði með 576,9 stig og Karen Rós Valsdóttir SÍ varð önnur með 515,7 stig.  Í öðru sæti [...]

By |2021-12-11T16:10:20+00:00December 11th, 2021|Uncategorized|Comments Off on Tvö Íslandsmet féllu á Landsmótinu í 50m riffli í dag

Nýjar Final reglur í Ólympísku greinunum

ISSF kynnti í gær nýjar reglur um Final í Ólympísku greinunum. Lesa má nánar um þær á heimasíðu þeirra hérna.

By |2021-12-03T13:14:39+00:00December 3rd, 2021|Uncategorized|Comments Off on Nýjar Final reglur í Ólympísku greinunum

Nýkjörinn forseti Evrópusambandsins

Alexander Ratner frá Rússlandi var í kvöld kjörinn forseti Evrópusambandsins ESC á ársþingi þess sem haldið er á Kýpur þessa dagana. Nánar má lesa um kjörið hérna.

By |2021-10-21T20:32:19+00:00October 21st, 2021|Uncategorized|Comments Off on Nýkjörinn forseti Evrópusambandsins

Íþróttaþing í dag

75.þing Íþrótta og Ólympíusambands Íslands var haldið í dag. Nánari umfjöllun um þingið er á www.isi.is

By |2021-10-10T12:26:00+00:00October 9th, 2021|Uncategorized|Comments Off on Íþróttaþing í dag

Skotíþróttir í Reykjavík í uppnámi

Skotfélagi Reykjavíkur barst í dag tölvupóstur frá Heilbrigðiseftirliti Reykljavíkurborgar þar sem félaginu er gert að STÖÐVA STARFSEMI FÉLAGSINS Á ÁLFSNESI ÞEGAR Í STAÐ !! Ástæðan er úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að ógilda ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar um útgáfu starfsleyfis fyrir starfsemi félagsins á Álfsnesi. Skotæfingasvæði er því ekki lengur til staðar í höfuðborginni og [...]

By |2021-09-29T20:21:05+00:00September 27th, 2021|Uncategorized|Comments Off on Skotíþróttir í Reykjavík í uppnámi

Ársþing STÍ í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag

Ársþing STÍ var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag. Þingið var haldið á netinu með TEAMS-kerfinu. 30 fulltrúar frá 8 aðildarfélögum tóku þátt. Ný stjórn var kjörin og skipa hana nú Halldór Axelsson formaður, Jórunn Harðardóttir, Guðmundur Kr. Gíslason, Ómar Örn Jónsson og Helga Jóhannsdóttir. Varamenn eru Kjartan Friðriksson og Kristvin Ómar Jónsson.

By |2021-09-19T17:34:35+00:00September 18th, 2021|Uncategorized|Comments Off on Ársþing STÍ í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag
Go to Top