Vincent Hancock, sem hefur í þrígang hampað gullverðlaunum á Ólympíuleikum í haglabyssugreininni Skeet, tók á móti ungum efnilegum íslenskum skotmanni, Arnóri Loga Uzureau, í æfingaprógram á heimavelli sínum í Fort Worth í Texas í nokkra daga í janúar. Arnór var þar við æfingar ásamt styrktarþjálfara sínum, Matt Zanis, sem einnig er bandaríkjamaður.