Ný lyfjalisti WADA er kominn út
Nýr lyfjalisti WADA er kominn út og má sjá hann nánar á heimasíðu ISSF.
Nýr lyfjalisti WADA er kominn út og má sjá hann nánar á heimasíðu ISSF.
FRÁ FJÖLSKYLDU GUNNARS SIGURÐSSONAR: Til margra ára hefur faðir okkar Gunnar Sigurðsson helgað sig skotíþróttinni á Íslandi, unnið ötullega að því að byggja upp sterkar og góðar skotsveitir, þjálfað stóran hóp fólks og starfað að mörgum verkefnum innan skotíþróttarinnar. Fórnir hans til íþróttarinnar eru ómetanlegar fyrir alla sem notið hafa góðs af, aðildarsambönd skotíþróttahreyfinga, Skotreyn [...]
Hér eru nýjustu reglur íþróttahreyfingarinnar vegna COVID-19 leiðbeiningar fyrir aðildarfélög STÍ_ ÍSÍ_28092020
Inter Shoot mótinu í loftbyssugreinunum sem haldið er árlega í Hollandi hefur verið aflýst 2021. Hérna er tilkynning mótshaldara: Good afternoon. I have to bring you sad news. The Covid-19 pandemic has caused widespread cancellations of sporting events. Knowing that it is not possible to comply with the Corona safety measures during the event at [...]
Íslandsmeistaramótið í Bench Rest Skor riffli fór fram á velli Skotfélags Húsavíkur um helgina. Skotið var á 100 og 200 metra færi, 25 skot á hvort færi. Íslandsmeistari varð Arnar Oddsson úr Skotfélagi Akureyrar með 495 stig og 25 X-tíur, Jóhannes Frank Jóhannesson úr Skotdeild Keflavíkur varð annar með 494 stig og 15 X-tíur og [...]
Reykjavíkurmótið í haglabyssugreininni SKEET, SR OPEN, fór fram á svæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi í dag. Í A-flokki sigraði Daníel Logi Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar með 46 stig í úrslitum (106 stig í undankepnninni), Daníel Hrafn Stefánsson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð annar með 44 stig (106) og Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar varð þriðji [...]
Landsmót í Skeet fór fram á Akranesi um helgina. 10 keppendur mættu til leiks. Í kvennaflokki sigraði Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 99/48 bætti Íslandsmetið í final kvenna um 4 dúfur. María Rós Arnfinnsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnafjarðar var í 2. sæti með 91/42 og í 3.sæti var Dagný Huld Hinriksdóttir frá Skotfélagi Reykjavíkur með [...]
Íslandsmótið í Norrænu Trappi fór fram hjá Skotfélaginu Markviss á Blönduósi um helgina. 16 keppendur tóku þátt og voru sett fimm Íslandsmet og eitt tvíbætt. Íslandsmet unglinga var tvíbætt um helgina, Elyass Kristinn Bouanba, MAV bætti það fyrst um 8 dúfur með skorinu 79, Sigurður Pétur Stefánsson MAV bætti það síðan aftur og það er [...]
Íslandsmeistaramótið í haglabyssugreininni Skeet fór fram á velli Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar um helgina. Í kvennaflokki varð Dagný H. Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari (90/36), önnur varð María R. Arnfinnsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar (78/31) og í þriðja sæti Snjólaug M. Jónsdóttir úr Markviss á Blönduósi (85/27). Í unglingaflokki varð Daníel L. Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar Íslandsmeistari (102) [...]
Íslandsmótið í Skeet fer fram á skotsvæði Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar dagana 15.-16.ágúst n.k. Nánar segir frá mótinu á heimasíðu félagsins.
Ársþingi Skotíþróttasambandsins 2020 hefur verið fundin ný dagsetning og verður það haldið, að óbreyttu, laugardaginn 17.október í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og hefst það kl. 11:00
Stjórn STÍ hefur ákveðið að Íslandsmótin í Skeet og Norrænu Trappi verða haldin að óbreyttu. Önnur STÍ mót á dagskrá verða einnig haldin. Mótshaldarar þurfa að huga að sóttvörnum og passa fjarlægðarmörk.
Í ljósi hertra reglna Landlæknis vegna COVID-19 hefur STÍ ákveðið að aflýsa Íslandsmóti í 300 metra riffli sem halda átti hjá Skotdeild Keflavíkur 8.ágúst og eins Landsmóti í Skeet sem átti að vera á velli Skotíþróttafélags Suðurlands 8.-9.ágúst.
Íslandsmótið í BR50 var haldið á skotsvæði Skotíþróttafélags Suðurlands um helgina. Keppt er með 22ja kalibera rifflum á 50 metra færi og skotið af borði. Þeim er skipt niður í þyngdarflokka , þungir (Heavy Varmint 4,763-6,803 kg), en þar varð Jón Ingi Kristjhánsson Íslandsmeistari, Pawel Radwanski úr SFK varð annar og Kristján R. Arnarson úr [...]
Íslandsmótið í haglabyssugreininni Compak Sporting fór fram um helgina á svæði Skotfélags Akureyrar. Mótið var afar fjölmennt en 46 keppendur mættu til leiks. Í kvennaflokki sigraði Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 162 stig, önnur varð Snjólaug María Jónsdóttir úr skotfélaginu Markviss frá Blönduósi með 148 stig og í þriðja sæti Dagný Huld Hinriksdóttir [...]
Landsmót STÍ í haglabyssugreininni Skeet fór fram á svæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi um helgina. Stefán Gísli Örlygsson úr Skotfélagi Akraness sigraði með 53 stig(110), Pétur T. Gunnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð annar með 47 stig(108) og Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar varð þriðji með 41 stig(107). Í kvennaflokki hlaut Rósa Björg Hema úr [...]
Uppfærður skorlisti í skeet er kominn út og má sjá hann hérna
Nú um helgina fór fram á skotsvæði Skotfélagsins Markviss, Arctic Coast Open mótið í Skeet. Alls voru 10 keppendur skráðir til leiks frá 5 skotfélögum. Uppsetning mótsins var með þeim hætti að eftir 3 umferðir var keppendahópnum skipt í A og B og skotið til úrslita í báðum flokkum. Þar sem veður á laugardegi var [...]
Um helgina hélt Skotdeild Keflavíkur Landsmót í haglabyssugreininni SKEET. 20 keppendur mættu til leiks. Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands bæti eigið Íslandsmet og endaði með 103 stig í kvennaflokki. Í úrslitum hafði þó Dagný Huld Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur betur og landaði gullinu. Helga varð önnur og María Rós Arnfinnsdóttir þriðja. Daníel Logi Heiðarsson úr [...]
Stefán Kristjánsson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar sigraði á nýju Íslandsmeti í Norrænu Trappi á SÍH-OPEN mótinu sem haldið var um helgina í Hafnarfirði. Hann endaði með 123 stig. Í öðru sæti varð Bjarki Þ. Magnússon SÍH með 121 stig og þriðji Ásbjörn S. Arnarsson SÍH með 113 stig. Í A-flokki í Skeet sigraði Jakob Þ. Leifsson [...]