Reykjavíkurmótið í haglabyssugreininni SKEET, SR OPEN, fór fram á svæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi í dag. Í A-flokki sigraði Daníel Logi Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar með 46 stig í úrslitum (106 stig í undankepnninni), Daníel Hrafn Stefánsson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð annar með 44 stig (106) og Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar varð þriðji með 31 stig (105). í B-flokki sigraði Jón Valgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 41 stig (94 stig í undankeppninni) Sigurður Áki Sigurðsson úr Skotfélagi Akureyrar varð annar og Björn G. Hilmarsson úr Skotfélagi Akraness varð þriðji. Reykjavíkurmeistari karla varð Daníel Hrafn Stefánsson úr SR og Reykjavíkurmeistari kvenna varð Dagný Huld Hinriksdóttir úr SR.