Skotíþróttamaður ársins í karla og kvennaflokki verða ekki valin fyrir árið 2020.
Einungis í haglagreinum hefur verið mögulegt að mæla árangur vegna fárra eða engra móta í öðrum greinum. Þetta gerir að verkum ójafnræði við val á okkar besta íþróttafólki og er valið fyrir árið 2020 því fellt niður.
Í haglagreinum eru stigameistarar ársins 2020 Hákon Þór Svavarsson SFS í karlaflokki og Helga Jóhannsdóttir SFS í kvennaflokki.