Íslandsmeistaramótið í haglabyssugreininni Skeet fór fram á velli Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar um helgina. Í kvennaflokki varð Dagný H. Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari (90/36), önnur varð María R. Arnfinnsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar (78/31) og í þriðja sæti Snjólaug M. Jónsdóttir úr Markviss á Blönduósi (85/27).

Í unglingaflokki varð Daníel L. Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar Íslandsmeistari (102) og Felix Jónsson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð annar (59).

Í karlaflokki varð Íslandsmeistari Pétur T. Gunnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur (112/51), annar varð Stefán G. Örlygsson úr Skotfélagi Akraness (110/51) og í þriðja sæti Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands (121/42) en hann jafnaði Íslandsmetið í undankeppninni með 121 stig.

Í liðakeppni karla varð sveit Skotíþróttafélags Suðurlands Íslandsmeistari (334) en sveitina skipa Hákon Þ. Svavarsson, Jakob Þ. Leifsson og Aðalsteinn Svavarsson. Önnur varð sveit Skotfélags Reykjavíkur  (323) með Pétur T. Gunnarsson, Sigurð U. Hauksson og Daníel H. Stefánsson innanborðs. Sveit Skotfélags Akureyrar (292) hlaut bronsið en þá sveit skipa Sigurður Á. Sigurðsson, G.Bragi Magnússon og Daníel L. Heiðarsson. Nánari úrslit koma svo á úrslitasíðuna.  Úrslit komin !!